Vilji - 01.12.1927, Page 23

Vilji - 01.12.1927, Page 23
V I L J í 53 og heilagt, en árangurinn er enginn. En þótt við þekkj- um ekki sannleikann, þá tignum við hann og leitum hans, að minsta kosti í orði kveðnu. Bestu menn aldanna hafa varið lífi sínu til að finna hann. Þess vegna hafa stjörnuspekingar beint augum sínum út í himingeiminn og hugað að himintunglum. Honum til dýrðar hafa spek- ingar og snillingar hugsað djúpvitrar og háfleygar hugsanir. Landkönnuðir hafa ferðast um endimörk jarð- ar vorrar til að leita hans. Þeir hafa lagt á sig miklar hættur og mikinn háska, háð harða baráttu við grimm náttúruöfl og æstar höfuðskepnur. Menn hafa grafið niður í iður jarðar, leitað í fornum jarðlögum, rann- sakað eldforna menningu og háttu fyrri alda, og alt hefir þetta verið gert til þess að höndla sannleikann. En þrátt fyrir alt þetta, virðumst við standa eins langt frá sannleikanum, sem nokkru sinni fyrr. Sannleikurinn er eins og úthafið; þótt við ausum upp úr því, rennur stöðugt í það aftur. Við höfum oft kafað djúpt og hafist hátt, en nýjar og óþektar lendur tilverunnar hafa opnast, og mannlegt auga fær ekki grilt þar nein endamörk. En hvað sem því líður, þá er sannleikurinn ófundinn. Annaðhvort er, að við höfum skygnst of skamt, eða leitað of langt. Og mjer finst alls ekki óhugsandi, að svo sje um það síðara. Okkur hættir oft við að leita þess um langan veg, sem liggur í tún- jaðrinum hjá okkur. Við erum eins og pílagrímar fynd tíma, sem tóku sjer staf og skreppu, lögðu land undir fót og leituðu til helgra staða sjer til sáluhjálpar. En þeir gleymdu því, að sáluhjálpin var falin í þeirra eigin brjósti. Svo gæti og verið háttað um sannleikann, að hans væri að leita um skemmri veg, en maður hyggur. Hin árangurslausa sannleiksleit mannanna hefir komið mörgum til að ætla, að sannleikurinn sje ekki til. Mjer finst slík skoðun mjög fjarri öllum sanni. Nei, sannleik- urinn er til, því að hann er tilveran sjálf, og skilningur á tilverunni er um leið skilningur á því sanna. En við mennirnir vitum svo lítið um tilveruna, og sjálfa okkur,

x

Vilji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.