Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 24

Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 24
54 VI L J I að við vitum ekki, hvaðan við komum, nje hvert við förum. Við vitum ekki heldur hversvegna við erum að flækjast hjer á jörðunni. Sannleikurinn er því ófund- inn. Við getum að vísu bent á hann í sjálfum okkur og dýpstu rökum tilverunnar, en við bendum þar á það óskiljanlega. En ef nokkur tilgangur er í tilverunni þá getur hann ekki verið mikilfenglegri en sá, að finna sannleikann, og komast þannig í skilning á öllum hlut- um í jörðu og á. M. ö. o. svifta burt þeirri blæju, sem er yfir leyndardómum tilverunnar. Sannleikurinn er Grettistak mannsandans, sem honum er ætlað að fást við, jafnvel þótt hann fái aldrei bolmagn til að geta valdið því. Eins og jeg gat um áðan, hafa menn mjög leitað sannleikans. Sannleiksleitin er aðalsmerki mannsandans og skilur mennina frá hinum lægri lífverum jarðar. Þegar mennirnir lærðu fyrst að gera mun á rjettu og röngu, sannleik og lýgi, stigu þeir sitt stærsta og af- drifaríkasta spor á leið sinni til fullkomnunar. Á hinni löngu jarðreisu, sem mennirnir eiga að baki sjer, hafa þeir fundið mörg sannindi, en þar fyrir ekki sjálfan sannleikann. í hvert skifti, sem þeir fundu ný sannindi, lögðust þeir til svefns í þeirri barnalegu vissu, að þeir hefðu fundið sannleikann. En svefn sannleiksandans er styttri en fuglasvefn, og brátt vöknuðu menn við vond- an draum, komust að blekkingunni og lögðu enn af stað á þeirri braut, er þeir var mörkuð. — Saga manns- andans er eins og brimrót við sjávarströndu. Ein alda fæðist af annari og flæðir hvítfyssandi á land, en brátt hjaðnar hún og deyr í útsoginu. Svo er og með sann- indi þau, er mannsandinn hefir fundið. Það, sem ein kynslóð tekur fyrir góða og gilda vöru og fullnægir sannleiksþrá hennar, er hinni næstu hismi tómt og heimska. Af því er auðsætt, að engin ein kynslóð getur fundið hinn algilda sannleika. Hún má altaf búast við því, að það, sem hún telur heilagan sannleika, verði ausið- moldu þegar sú kynslóð, sem enn er í vöggu,

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.