Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 8

Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 8
VIL JI 15(5 Inngangur að sögu. (Brot). Hann mintist þess er hann var ungur drengur heima í sveit sinni, ungur drengur, sem er að byrja að uppgötva veruleikann. Hann mintist þess, hversu hugur hans hafði orð- ið þrunginn fögnuði hvert sinn, er vorið kom og leysti snjóinn úr hlíðunum og hleypti ærslum í hvem smálæk. Því í langan tíma hefir hjarnið klætt jörðina og norðan- áttin hefir flutt með sjer bleika skýjaklakka um kólgu- gráan himininn. Svo eitt kvöld er loftið orðið óvenju- lega dimmblátt. Og fyr en varir er ísinn orðinn meyr og það drýpur af þökunum þó hvergi sjái enn sól nje farið sje að hlána. En það er komið þýðvindi í loftið. Svo kemur rigning, látlaus stórrigning í þrjú dægur og bæj- arlækurinn flýtur upp yfir alla bakka. Loks styttir upp, en þá er jörðin orðin auð og lyngmóarnir rísa ilmandi og mettaðir af frjósemi undan snjónum. En vorið er lengi á leið. Það veit drengurinn, en hann sjer þó að áfram miðar því. Hann sjer það á svip og hreyfingum fullorðna fólksins, og hann veitir því eftirtekt, að í dag nær sólin lengra niður í dalbotninn heldur en í gær. Og hann finnur það á sjer að vorið er komið á loftið, jafnvel löngu áður en fyrstu græn- grösin teyja hráa leggi sína upp úr rauðbrúnni mold- inni. Því eftir því sem kvöldin verða bjartari fer sál hans að ókyrrast. Það er eitthvað í loftinu, sem kallar á hann og heldur fyrir honum vöku langa lengi, kvíða- blandin þrá eftir einhverju stóru og óþektu, sem sje í vændum. En svo einn dag er vorið komið.------ Og Hreinn litli fer snemma á fætur því sólin hefir vakið hann, og hann dregur andann dýpra en hann hef- ir gjört í marga mánuði því morgunloftið er tært og

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.