Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 14
í 62
V ILJ I
gáta, því að sjervitringa og afburðamenn skilur enginn
til fulls.
Þrátt fyrir alt þetta er þó hægt að sjá, að afburða-
mennirnir hafa haft sína galla við að stríða engu síður,
en aðrir breiskir menn. Flestir þeirra hafa haft ein-
hverja þessara eiginleika til brunns að bera: Stærilæti
og hroka, veikleika holdsins, vínnautnasýki, ástarsýki,
afbrýðissemi, ósjálfstæði, nautn æsandi eyturlyfja, móð-
ursýki, illgirni, öfund, hleypidóma og ýmiskonar ann-
að siðleysi.
Schopenhauer segir: Afburðamennirnir eru ekki
einungis leiðinlegir og óþægilegir í daglegu lífi, heldur
eru þeir einnig siðferðissljófir og illkvitnir. Slíkir menn
geta aðeins átt fáa vini; á tindunum ríkir einveran."
Þetta er þungur dómur og að því er virðist engan veg-
inn rjettur um heildina; þannig eru þeir ekki allir, sem
af bera, en einhver af nefndum göllum hefir hver ein-
asti einstaklingur í heiminum, en auðvitað á mismun-
andi stigi.
Hrokafullir eru allir menn undir og niðri í, en
þeir mest, sem marga aðdáendur hafa, heyra smjaður
og lofsyrði úr hverju horni og er hvert orð, sem þeim
verður á að segja, er hafið til skýjanna sem ímynd
æðstu speki. Þessi hroki, sem byggist auðvitað á sjálfs-
trausti, getur einnig verið nauðsynlegur afburðamann-
inum í baráttu lífsins. Engir eiga í meiri baráttu, en
hann. Ofsækendur og öfundarmenn hans eru margir,
þar eð hann leitar sannleikans, kollvarpar erfðavenjum
og veitir trúarofstæki banahögg. Innra stríð og ytri
ásókn auk erfiðleikana, en köllunin er sterkari en svo
að hún láti buga sig. Afburðamaðurinn má ekki taka til-
lit til neins nema samvisku sinnar og sannleiksástar, og
venjulega gengur hann einn og óstuddur gegnum lífið,
einrænn sökum skilningsskorts annara og harður sem
steinn gegn heiminum, sem hefir gert bljúga sál, sem
'þarfnaðist styrktar og skilnings, að bústað gremju og