Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 10

Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 10
158 V I L J I standa stuggur af fullorðna fólkinu og hann tók að fara einförum og hafðist ekki að. Skuggi einhvers, sem var bæði í senn, óttalegt og örlangaþrungið, lagðist yfir sál hans. Hvað þýddi líka fyrir hann að hafast að ef þetta var að lifa, ef það ætti fyrir honum að liggja að hætta að vera ungur og yfirgefa þetta alt? Og nú leið ekki á löngu áður en Hreinn litli tæki að slá slöku við húsin sín. Tómas Guðmundsson. Augun þín. Veistu, að í augun þín eru, sem eldur í brennandi sál; eldur, sem aldregi sloknar, þótt alt í’eynist svik og tál, eldur, sem gefur því auða ástanna tungumál. — Veistu, að í augum þjer á jeg ást mína og hamingjusól; alt það ljós, sem mig leiðir að Ijósgjafans veldistól, þar á jeg ástanna blómið, sem aldregi visnaði og kól. — Veistu, að þín ástkæru augu altaka huga minn, ef horfi jeg aðeins í þau, jeg eilífa sælu finn, því þau eru eins í öllu, þín augu og himininn. —

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.