Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 12

Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 12
160 VILJI Útvaldir og kallaðir. í heiminum hafa altaf verið menn, sem skar- að hafa fram úr og borið hafa höfuð og herðar yfir fjöldann. Yfirleitt eru menn þessir dáðir og og kallaðir mikilmenni. Það er líka rjett, en flestir hafa þeir verið stórgallaðir; sumir sjálfum sjer verstir, aðrir heiminum. Menn þessir hafa oft verið sjerkennilegir í lifn- aðarháttum; oft verið utan við sig, það er að segja utan við tíma og rúm, og samtímamenn þeirra hafa því ekki vitað hvort þeir væru brjálaðir eða útvaldir (Geni). Því er svo farið, að allir þeir, sem eru öðruvísi, en fjöld- inn, vekja á sjer eftirtekt. Menn athuga þá nánar og komast þá að raun um að þessir menn eru tvenskonar: a) þeir, sem hafa þroskað anda sinn og brjóta heilann um nýjar ráðgátur; flytja nýjar kenningar, sem stund- um gerbreyta lífsskoðun manna, eða móta hugarfar þeirra að einhverju leyti. Þessir menn marka altafstærst spor á framfarabrautinni. b) Hinir, sem þrá að vera öðruvísi en fjöldinn, en hafa enga eiginleika til þess aðra en þá, að klæða sig afkáralega, láta hár sitt vaxa, standa á gatnamótum og horfa á stjörnurnar, eða hafa í frammi önnur slík skrípalæti til að sýnast. Þessir innan- tómu menn hafa líka þau áhrif, að telja fólki trú um, að allir þeir, eða flestir þeir, sem sjerkennilegir eru, sjeu eitthvað vankaðir, enda sjáum við mörg dæmi þess, að menn eiga bágt með að skilja og aðgreina þessar manntegundir. Við sjáum loddaranum, línuhlaupurun- um, fúskurunum eða jafnvel fíflunum hossað upp tii himna, en afbragsmennina fyrirlitna og fótum troðna. Gyðingar heimtuðu Krist líflátinn, en Barrabas gefna lausn, og þessi saga endurtekur sig dag hvern, að vísu ber minna á því nú, en þá, því að slík störf eru unnin af öfundarmönnum, moldvörpunum, sem skríða inn í

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.