Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 5

Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 5
<6. tölubl. Reykjavík, desember 1928 1. árg. Jón biskup Arason. . .Lítum ögn á liðinn tíma, lands og frelsis tímamót, er var hafið hark og glíma, hæst og sterkast öldurót. Siðaskifti í skyndi tekin skyldu landsmenn alla þvinga, þjóðin hrakin, þjóðin rekin, þróttur drepinn íslendinga. Oft var fjölment heima á Hólum, helgi var á fornum stað. Ríkti í báðum biskupsstólum bræðralag er þrengdi að. Tengdi hjörtun sami siður, sem var huggun foreldranna, því var ró og því var friður þeirra í milli biskupanna. ögmundur í elli sinni illa kunni nýjum sið, hugðist ekki maður minni mætti hann böli sporna við. Hann var tekinn, hann var svikinn, hjeðan fluttur, beittur valdi, hægra sýndist víst um vikin væri hann blindur úti í haldi.

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.