Vilji - 01.12.1928, Síða 5
<6. tölubl.
Reykjavík, desember 1928
1. árg.
Jón biskup Arason.
. .Lítum ögn á liðinn tíma,
lands og frelsis tímamót,
er var hafið hark og glíma,
hæst og sterkast öldurót.
Siðaskifti í skyndi tekin
skyldu landsmenn alla þvinga,
þjóðin hrakin, þjóðin rekin,
þróttur drepinn íslendinga.
Oft var fjölment heima á Hólum,
helgi var á fornum stað.
Ríkti í báðum biskupsstólum
bræðralag er þrengdi að.
Tengdi hjörtun sami siður,
sem var huggun foreldranna,
því var ró og því var friður
þeirra í milli biskupanna.
ögmundur í elli sinni
illa kunni nýjum sið,
hugðist ekki maður minni
mætti hann böli sporna við.
Hann var tekinn, hann var svikinn,
hjeðan fluttur, beittur valdi,
hægra sýndist víst um vikin
væri hann blindur úti í haldi.