Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 19
VILJI
167
götva hjá sjer skapandi og lýsandi hæfileika, og fá
síðan þá þráhyggju í höfuðið, að þeir sjeu kallaðir sem
slíkir. En skáldin eru nauðsynleg mannkyninu, sem siða-
fræðarar og vandlætarar, því að ef þau væru ekki til,
að rumska við lýðnum myndi hnefarjettur og hörmung-
ar ríkja í heimi öllum.
Hitt atriðið, að skáldin verði oft geðveik, af engu
eða litlu, er ekkert sjereinkenni þeirra, en þó svo væri
gæti það auðveldlega stafað af taugaveiklun og líkams-
bilun eins og áður er sagt, eða af hinu, að sellur heilans
hafa visnað og hætt að starfa á rjettan hátt sökum
þroska annara, sem hafa haft meginstarf mannsins á
höndum sjer, ef svo mætti segja, enda hafa ýms geðveik
skáld skrifað fáránlegustu sögur og kvæði á vitfirringa-
hælum, og virðist þar ímyndunaraflið eitt leika laus-
um hala.
Nú hefi jeg aðeins borið eina stjett afburðamanna,
það er að segja hin sönnu skáld, saman við aðra heil-
brigða menn, sem ekki eru sjerkennilegir að neinu leyti,
og munurinn hefir reynst frá sálarfræðilegu sjónarmiði
skoðað, harla lítill. Hann virðist aðallega í því fólginn,
að skáldin og allir aðrir afburðamenn, sökva sjer dýpra
niður í verkefni sitt; kryfja það til mergjar og hugsa
ekki um annað. Þannig hafa allir skynugir og skyn-
samir menn köllun og möguleika á því, að teljast til
útvaldra og ráða gátur tilverunnar, — ef þá brestur
eigi þolinmæði og samviskusemi til þess.
Kristján Guðlaugsson.