Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 7

Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 7
VILJI 155 „Böl er .mest ef bróðir hatar „bróður, þjóðin sundurlynd „frelsi sínu og framtíð glatar, „forna drýgir höfuðsynd. „Söfnumst því að sama merki, „sama hafa allir viljann, „sýnum hann með viti og verki, „við munum sjá hvort Danir skilja ’ann.“ Hvort frelsið sendi um holt og haga hlýja geisla eftir jel, við ramman yrði reip að draga raunar sá hann mæta vel. Þótt gamall væri hófst hann handa, hjelt á móti danaveldi, víkingur hann var í anda vildi sjá hvor annan feldi. Einn hann barðist fyrir frelsi, fjell, en oki varð ei ljett, af oss varpa vildi hann helsi og vernda landsins fornan rjett. „Styrkið heill og bræðrabandið“, blóð hans hrópar alla daga. „Elskið frelsið, elskið landið, afrek þjóðar geymir saga.“ Flutt í „Gamla Bíó“ 1. des. 1928 Kristján Guðlaugsson.

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.