Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 17

Vilji - 01.12.1928, Blaðsíða 17
VILJI 165 liann var, og heim kom hann ekki fyr en um nóttina. Þannig er því farið með fjölmarga afburðamenn, en að nefna fleiri dæmi virðist óþarfi, enda hafa allir án efa hevrt slíkar sögur. Þá er rjett að athuga að síðustu, hvað sagt hefir verið um eðli afburðamannanna og líkamlegar undir- stöður gáfna þeirra. Sagan sýnir okkur, að flestir af- burðamenn hafa verið mjög einhliða, en þó hafa sumir, að því er virðist, skarað fram úr í mörgu og rutt nýjar brautir í ýmsum greinum í senn. Sú kenning hefir verið á borð borin, að menn þessir væru að vísu góðum gáf- um gæddir frá náttúrunnar hendi, en að með þolinmæði hafi þeir þroskað anda sinn, aukið fróðleik sinn og sett fram nýjar kenningar með skapandi mætti sínum. Vilja sumir halda því fram, að heilasellur þær, sem verk þessi inna af hendi þroskist og vaxi á kostnað sella, sem að öðru starfa, og þykjast sanna það með því, að heili ýmsra afburðamanna sje mun ljettari, en meðal- heili á að vera. Ef heilinn er aftur á móti þyngri vilja menn þessir halda því fram, að þar sje vatnssýki í höfð- inu um að kenna, og þykjast geta sannað það með dæm- um. Aðrir álíta, að hægt sje að þekkja afburðamanninn á þyngd heilans, en sú kenning virðist á litlum rökum bygð. Jeg fyrir mitt leyti hallast mjög að hinni fyrri kenningu, enda bendir margt til þess að hún sje rjett; fyrst og fremst það, að afburðamaður í einhverri grein getur virst hálfgerður fábjáni er hann ræðir um annað, þar skortir hann alla þekkingu meðalmannsins. 1 öðru lagi skortir einbeitni; svipar ýmsum þessara manna tii Pjeturs Gauts, og geta tekið sjer hans orð í munn: „Hugsa það, segja það, vona það, vilja það, í verk því að koma, jeg má ekki skilja það.“* Margir andans menn eru einnig mjög taugaveikl- * Sjá nánar Ágúst H. Bjarnason Almenn sálarfræði

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.