Saga - 1978, Side 8
6
JÓN GUÐNASON
manna. Þar með hafði flokksvaldið tekið til sín ákvörðun-
arvaldið um stjómarmyndun.
Fátt hefur enn verið ritað um það, hvernig þingræðið
var framkvæmt hérlendis á heimastjórnarárunum 1904
til 1918, og er þá jafnt átt við stjómarmyndanir sem
stjórnarstörf og samskipti stjórnar og alþingis. Helzt er
þó að geta ritgerðar Bjarna Benediktssonar, Þingræði á
Islandi, en þar er einungis um þingræðið fjallað frá laga-
legu sjónarmiði.1 Engin heildarkönnun á þessu efni hefur
verið gerð, og er verkefnið þó ekki lítilsvert, þar sem þing-
ræðisreglunni var ætlað að tryggja eðlilega samvinnu milli
þings og stjómar og stjómarstörfin væru í samræmi við
vilja meirihluta þings og þjóðar. Þingræðislegir stjórnar-
hættir voru þannig tryggasta leiðin til þess, að Islending-
ar öðluðust fullveldi eigin mála. Af ýmsum sökum er verk-
efni þetta þó ekki auðleyst. Hvað stjórnarmyndanir t.a.m.
snertir, er það einkum tvennt, sem hefur torveldað rann-
sókn á því, hvemig að þeim var staðið. 1 fyrsta lagi hafa
gögn, sem vitað er að til eru, ekki legið á lausu, og í öðru
lagi tíðkast, að þá sé haft uppi meira hljóðskraf en endra-
nær, svo að oft ræður hending, hvað af slíku leynispjalli
er skjalfest eða unnt að hafa upp á. Hér verður ekki færzt
í fang að gera því skil, hvernig þingræðið var framkvæmt
á heimastjórnarárunum, heldur er ætlunin einkum sú að
greina frá einum þætti í því máli öllu, stjórnarmyndun-
inni 1911. Þá tók nýr ráðherra við stjórnartaumum, en
skipun hans olli megnum ágreiningi um það, hvort hann
hefði verið skipaður með þingræðislegum hætti. Af þessu
spunnust miklar umræður um þingræðið, hinar mestu og
snörpustu á heimastjórnartímanum. Er það langt mál, ef
farið væri að rekja þær nákvæmlega, svo að hér verður
látið nægja að drepa á hugmyndir konungsvaldsins annars
vegar og Islendinga hins vegar um þingræðið.2
1 Land og lýðveldi I., Reykjavík 1965, bls. 132—150.
2 Stjórnarmynduninni 1911 er lýst í riti Agnars Kl. Jónssonar: