Saga - 1978, Page 10
8 JÓN GUÐNASON
manna til ráðherra, en um það segir svo í fundabók
flokksins:
Tóku margir til máls. Að lokum fór fram leynileg atkvæða-
greiðsla um það, hvort flokksmenn ætluðu sér að styðja núver-
andi ráðherra eða eigi. — 11 atkv. neituðu fylgi við ráðherra, 9
vóru með honum, tveir skiluðu auðum seðlum.1
Næstu daga ræddu þingmenn sjálfstæðisflokksins enn
um afstöðu sína til ráðherra, og voru atkvæðagreiðslur
látnar fram fara. Þeir, sem óánægðir voru með Björn
Jónsson, reyndu að knýja hann til þess að víkja úr ráð-
herrasæti, án þess að til vantraustsyfirlýsingar þyrfti að
grípa, en þeir töldu ugglaust, að hún yrði borin fram að
öðrum kosti, ef ekki af þeim sjálfum, þá af heimastjómar-
mönnum. Þegar Björn lét ekki til leiðast, en hann taldi
andstæðinga sína vera í minnihluta í þingflokknum, fluttu
allmargir þingmenn sjálfstæðisflokksins vantrauststillög-
ur á ráðherra 1 báðum þingdeildum. 1 neðri deild kom til-
lagan til umræðu um hádegisbil 24. febrúar og lauk henni
ekki fyrr en komið var fram yfir miðnætti næstu nótt.
Var vantraust á ráðherra samþykkt með 16 atkvæðum
móti 8, og lögðust þar á eina sveif óánægðir sjálfstæðis-
menn, sem eftir þetta voru kallaðir sparkliðar, og heima-
stjórnamienn. Daginn eftir, 25. febrúar, baðst Björn
Jónsson lausnar, en konungur fól honum að gegna ráð-
herrastörfum, þar til eftirmaður hans væri skipaður.2
Þegar sparkliðar réru að því að fella Björn Jónsson frá
ráðherradómi, voru þeir fullvissir um það, að sjálfstæðis-
flokkurinn hefði það alveg í hendi sér, hver yrði ráðherra
að Birni Jónssyni gengnum. Þeir höfðu enda fullgildar
ástæður til þess, þar sem til flokksins töldust 24 þing-
menn, allir þjóðkjörnir, en þingmenn voru alls 40 og þar
1 Fundabók stjórnar Sjálfstæðisflokksins 1908—1911. Þjóðskjala-
safni.
2 Alþt. 1911 B. II. 797.