Saga - 1978, Page 11
STJÓRNARMYNDUN OG DEILUR
9
af 6 konungkjörnir. En maðkar voru í mysunni og ekki
allt sem sýndist, þar sem að minnsta kosti tveir þingmenn,
Hannes Þorsteinsson og Kristján Jónsson, unnu leynt og
ljóst með heimastj órnarmönnum. Hannes hafði aldrei fellt
sig við sjálfstæðisflokkinn, en Kristján átti Birni Jónssyni
grátt að gjalda fyrir brottvikninguna úr stöðu gæzlustjóra
við Landsbankann. Fyrst svona var í pottinn búið, má geta
sér til, að fregnir hafi ekki verið lengi að berast út af
flokksfundum sjálfstæðismanna. Við þetta heimilisböl
bættist svo, að vantraust það, sem ýmsir þingmenn flokks-
ins höfðu lýst á hendur Birni Jónssyni, varð ekki til þess
að efla samlyndi flokksmanna.
Fyrirspurn konungs og fyrstu svör
Sunnudag 26. febrúar sendi Jón Krabbe, sem veitti ís-
lenzku stjórnarskrifstofunni í Kaupmannahöfn forstöðu,
fjórum þingmönnum símskeyti, þar sem þeir voru beðnir
að lýsa stjórnmálahorfum á þingi. Þessir fjórir þingmenn
voru Björn Jónsson ráðherra, Hannes Hafstein fyrrum
ráðherra, Kristján Jónsson þingmaður Borgfirðinga og
Skúli Thoroddsen forseti sameinaðs alþingis. Engar sög-
ur hafa farið af því, hvemig því víkur við, að þessari fyr-
irspurn er beint að einum óbreyttum þingmanni, Kristjáni
Jónssyni. Skeytið, sem Skúla Thoroddsen barst, hljóðar
svo:
Efter Kongens Befaling bedes telegraferet senest imorgen Deres
Opfattelse af den politiske Situation hvilke- Politikere antages
kunne samle Flertal, eventuelt hvilke dertil villige udenfor Tinget
kunne akcepterede som Minister. Repræsentere Afdelingspræsi-
denterne Flertal indenfor Afdelingerne.
Krabbe
Islandskontor.1
1 SA Nd. 351—’ll. — Sjá einnig KS 4.A.6. — Skeytin til þing-
mannanna voru samhljóða að öðru leyti en því að skeytið til
Skúla Thoroddsens var aukið síðustu setningu, Kepræsentere----
Afdelingerne.