Saga - 1978, Page 12
10
JÓN GUÐNASON
Engum tilmælum um upplýsingar var beint til formanna
þingflokkanna, Lárusar H. Bjarnasonar og séra Sigurðar
Stefánssonar, enda viðurkenndi konungur ekki beina eða
formlega aðild stjómmálaflokkanna að stjórnarmyndun,
en af því má ráða, hvernig konungur leit á forréttindi
sín. Afskipti flokkanna voru til þess fallin að skerða frjáls-
ræði konungs.
Klukkan 9 að kvöldi 26. febrúar var skotið á fundi í
þingflokki sjálfstæðismanna. Þar skýrði Skúli Thoroddsen
frá skeyti því, sem honum hafði borizt þá um daginn frá
íslenzku stjórnarskrifstofunni í Kaupmannahöfn, og
Kristján Jónsson gat þess, að hann hefði fengið sams kon-
ar skeyti. Þá segir svo í fundabók flokksins:
Formaður skýrði frá því, að þeim hluta flokksins, er stutt hefði
vantraustsyfirlýsinguna, hefði komið ásamt um að bjóða hinum
hluta flokksins þann samkomulagsgrundvöll til ráðherra-útnefn-
ingar, að kosið yrði einungis um menn úr þeim hluta flokksins,
er vantraustsyfirlýsinguna hefði stutt.
Á fundi þingflokksins daginn eftir, 27. febrúar, lýstu
stuðningsmenn Bjöms Jónssonar yfir því, að þeir gætu
ekki gengið að þessum skilyrðum.
Víkjum að svörum þingmannanna fjögurra við fyrir-
spurn konungs. Fyrst er það svar Björns Jónssonar ráð-
herra, en það var á þessa leið:
Keykjavík 27/2 12.36 E.
Til Kongen Kbh.
Situationen skabt ved pludselig Svigten nogle blandt mine, uden
forinden at kunne formaas samle sig om en Efterfölger. For
Öjeblikket Kaos. Ingen Forbindelse mellem Partigrupperne. Ud-
enfor Tinget ikke muligt paapege nogen acceptabel dertil villig.
Min personlige Opfattelse den at klare politiske Linier kun op-
naaelige ved Nyvalg. Oplösning tilraades Foraaret efter Tingets
Slutning. Indtil da eventuelt jeg fungere. Hele mit gamle Parti
uforandret Opfattelse Forbundssagen. Partistillingen nu: Min
Gruppe fjorten, Rebelleme ti, hvoriblandt Thoroddsen, Handels-