Saga - 1978, Síða 14
12
JÓN GUÐNASON
sínum eins og sakir stæðu, enda hefðu þeir verið kosnir
í stöður sínar einnig með tilstyrk heimastjórnarflokksins.
Skúli botnaði skeyti sitt með þessum orðum:
Ministerspörgsmaalet debatteres for Tiden i Selvstændighedspar-
tiet, uden at man dog endnu er enedes om det personlige Spörgs-
maal.1
1 skeyti konungs til þingmannanna kom fram, að hann
gerði ráð fyrir því, að svo gæti jafnvel farið, að alþingi
yrði að tilnefna utanþingsmann sem ráðherraefni. Ekki
er unnt að kveða upp úr um það, hvort konungur hafi
viljað vísa alþingi á þetta úrræði, ef allt annað þryti, eða
honum hafi verið sú leið hugleikin og hann haft þá ein-
hvern sérstakan mann í huga. Þorleifur H. Bjarnason,
sem starfaði í heimastjórnarflokknum og var nákunn-
ugur heimilismálum hans, segir, að Hannes Hafstein hafi
gengið á fund Lárusar H. Bjarnasonar, þegar honum
barst skeyti konungs, og viljað, að heimastj órnarflokkur-
inn benti þegar á Klemens Jónsson landritara til þess að
gegna ráðherrastörfum, þar til kosningar væru um garð
gengnar. En það hafi sljákkað í Hannesi, er Lárus skýrði
honum frá því, að þeim Kristjáni Jónssyni og Skúla Thor-
oddsen hefði einnig verið send fyrirspurn frá konungi.2
Þingflokkur heimastjómarmanna kom tvívegis saman
27. febrúar, og var á þeim fundum rætt um stjórnmála-
horfur og svör við fyrirspurn konungs.3 Þorleifur skýrir
svo frá, að Hannes Hafstein hafi á morgunfundinum vilj-
að, að flokkurinn benti á Jón Magnússon, þingmann Vest-
manneyinga, sem ráðherraefni.
En eptir tillögu L.H. Bjamasonar var afráðið að leggja ekkert
til um ráðherraútnefningu að svo komnu, heldur láta meiri
hlutann um það, og ríða ofan á milli meiri og minni hluta hans,
1 SA Nd. 351—’ll. — Sjá einnig KS 4.A.6.
2 TMM 1977, bls. 313.
3 Fundarbók heimastjórnarflokksins (1911—1913). Lbs. 4266, 4to.