Saga - 1978, Síða 25
STJÓRNARMYNDUN OG DEILUR
23
Friðrik 8. kom heim úr Svíþjóðarför sinni 11. marz, en
daginn eftir, sunnudag 12. marz, sendi Hannes Þorsteins-
son íslenzku stjórnarskrifstofunni svofellt skeyti:
Reykjavik 12/3 9.45 F.
Krabbe,
Islands Ministeriums Kontor, Kbh.
Ministerkrisen ulöst. Skuli Thoroddsen har sikre 7 Stemmer, sin
egen iberegnet, af Ministerens Modfraktion. Den samlede Oppo-
sition enstemmig nægtet at stötte hans Kandidatur; langvarige
Forhandlinger mellem Ministerens Fraktion og Thoroddsens Til-
hængere; skönt Fraktionen för har nægtet al Medvirkning til
Nomination. Paa Fællesmöde igaaraftes Thoroddsen faaet Til-
sagn om 12 passive af Ministerens Fraktion; Kristjan Jonsson
menes at kunne samle de övrige 21 Stemmer.
Hannes Thorsteinsson, Altingsformand.1
Hannes Þorsteinsson sótti ekki fund sjálfstæðismanna,
þar sem unnið var að því að semja skeyti til konungs, og
ekki bar hann heldur skeyti sitt undir þingflokkinn, en á
því gaf hann svofellda skýringu: „En ástæðan fyrir því,
að eg skýrði hinum svonefnda sjálfstæðisflokki ekki þá
þegar frá því, var sú, að eg skoðaði mig þá úr þeim
flokki farinn.“2
Síðdegis, kl. 5-6, 12. marz sendu þeir Sigurður Stefáns-
son, formaður sjálfstæðisflokksins, og Skúli Thoroddsen
konungi svo hljóðandi skeyti:
Nítján af 24 þjóðkjörnum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa
tjáð sig meðmælta Skúla Thoroddsen sem ráðherraefni.
KS 4.A.6. — Sjá einnig Alþt. 1911 B. II. 819—820 ásamt íslenzkri
þýðingu. — Þorleifur H. Bjarnason segir: „Sunnudaginn þ.12.
mars símuðu þeir Hannes Þorsteinsson og Klemens Jónsson land-
ntari, hinn síðarnefndi í vitorði með Ólafi Briem, konungi um
flokkaskiptinguna á þingi“ (TMM 1977, bls. 317). Ekki er neitt
skeyti frá Klemensi Jónssyni í KS 4.A.6., svo að lítur út fyrir,
ef rétt er hermt hjá Þorleifi, að hann hafi haft hönd í bagga með
skeyti Hannesar Þorsteinssonar.
2 Alþt. 1911 b. II. 819.