Saga - 1978, Side 29
STJÓRNARMYNDUN OG DEILTJR
27
herrastöðunni, vakti það talsvert uppnám og úlfaþyt í her-
búðum sjálfstæðismanna. Þeir héldu því fram, að hér hefði
verið framið þingræðisbrot, þar sem fyrir hefði legið stuðn-
ingsyfirlýsing meirihluta þingmanna við Skúla Thorodd-
sen sem ráðherra og þó einkum meirihluta þjóðkjörinna
þingmanna. Sökuðu þeir andstæðinga sína um að hafa
gefið konungi villandi upplýsingar um fylgi ráðherraefn-
anna, og vildu sumir rekja ákvörðun konungs til þess.
Þessi sannfæring þeirra styrktist enn við það, að Hannes
Hafstein, sem annaðist skeytasendingarnar á vegum
heimastjórnarmanna, vildi ekki gera uppskátt um efni
skeyta sinna annað en það, að hann hafði fengið þrjú
skeyti frá íslenzku stjómarskrifstofunni í Kaupmanna-
höfn, en sent henni 6 skeyti.1 Hannes Þorsteinsson birti
hins vegar þau tvö skeyti, sem hann sendi, en sjálfstæðis-
menn töldu þau stíluð á mj ög hlutdrægan hátt. Þeir brugðu
á það ráð að flytja tillögu í neðri deild um skipun nefndar
til þess að rannsaka símskeyti, er vörðuðu ráðherraskipt-
in, en hún var felld á jöfnum atkvæðum.2 Ekki verður hér
farið út í þá sálma að kryfja efni símskeytanna, en færa
má nokkur rök að því, að hlutdrægni hafi kennt í þeim,
einkum skeyti Hannesar Þorsteinssonar frá 12. marz. Þá
er það athyglisvert, þegar segir í skeyti því, sem samið
var á flokksfundi heimastjórnarmanna 28. febrúar, að
Kristján Jónsson sé talinn geta safnað um sig meirihluta
þingmanna. Ekki er vitað, við hvað þessi skoðun hefur
að styðjast, en þá voru aðeins þrír dagar liðnir, frá því
er Björn Jónsson baðst lausnar, og daginn áður var Hann-
es Hafstein með hugann við Jón Magnússon sem ráðherra-
efni, ef rétt er hermt hjá Þorleifi H. Bjarnasyni. Þótt
unnt sé að hleypa stoðum undir þá fullyrðingu sjálfstæð-
ismanna, að konungi hafi verið sendar villandi upplýsingar
1 Alþt. 1911 B. II. 841. — 1 KS 4.A.6. eru 3 skeyti til HH, en 5
frá honum, og eru þau öll birt í þessari grein.
2 Alþt. 1911 B. II. 838—853.