Saga - 1978, Blaðsíða 30
28
JÓN GUÐNASON
um ráðherraefnin, er ólíklegt, að þær hafi ráðið úrslitum
um það, að hann skipaði Kristján Jónsson ráðherra.
Jón Krabbe skrifstofustjóri, sem var kunnugastur því,
hveniig staðið var að stjórnarmynduninni ytra, segir, að
konungur hafi af mikilli samvizkusemi aflað sér upplýs-
inga um rétta þingræðislega lausn. „Eftir að hafa íhugað
allar skýrslur áleit konungur, að Kristján Jónsson, sem
var í meirihlutaflokknum, yrði að teljast bezt til þess
fallinn að safna um sig meirihluta og skipaði hann því."1
Eins og fram hefur komið, gaf konungur sér ekki öllu
meira ráðrúm en dagspart til þess að gera upp á milli
tveggja ráðherraefna, en samkvæmt upplýsingum þeim,
sem honum höfðu verið sendar, voru bæði líkleg til þess
að geta safnað um sig meirihluta á þingi. Ekki getur Jón
Krabbe þess að neinu, af hverju konungur taldi Kristján
Jónsson betur til þess fallinn en Skúla Thoroddsen að
safna um sig meirihluta þingmanna. Heimastjórnarblaðið
Lögrétta 15. marz gat sér til, að konungur hefði frekar
viljað skipa Kristján Jónsson í ráðherraembættið, þar eð
hann hafi staðið betur að vígi í neðri deild en Skúli Thor-
oddsen þar sem hann hafi ekki verið þar í meirihluta.
Dregur blaðið af þessu þá ályktun, að konungur hafi
þannig viljað fylgja ströngustu þingræðisreglum.2 Við
þetta er það að athuga, að samkvæmt skjali því með nöfn-
um þeirra þingmanna, sem hétu Skúla Thoroddsen stuðn-
ingi sínum, átti hann að hafa meirihluta í neðri deild. Hins
vegar var hann í minnihluta í efri deild, þar sem kon-
ungkjörnu þingmennirnir ásamt Kristjáni Jónssyni voru
í meirihluta, en ólíklegt má telja, að þeir hefðu fellt
Skúla, einkum þar sem kjörtími þeirra var brátt á enda.3
1 Frá Hafnarstjórn til lýðveldis, bls. 31.
2 Sjá Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð Islands 1904—1964 I., bls. 141.
3 Samkvæmt meðmælaskjalinu skiptist fylgi ráðherraefnanna svo,
en þá voru þingmenn 40:
í efri deild sátu 14 þingmenn, þar af voru 8 þjóðkjörnir og 6
konungkjörnir. Þar fylgdu Kristjáni Jónssyni að málum 6 kon-