Saga - 1978, Síða 31
29
STJÓRNARMYNDUN OG DEILUR
Á heimastj órnartímabilinu skipaði Danakonungur þá
menn eina ráðherra, sem hlutu stuðning meirihluta þing-
manna, og fóru þannig eftir þingræðisreglunni. Ekkert
segir þetta þó til um það, hvernig stjórnarmyndanir fóru
fram og stjórnarmeirililuti var fenginn, ekki heldur um
það hvaða aðilar áttu hlut að máli og hver hlutur þeirra
var. Það eitt að þingræðisreglan hafi verið í heiðri höfð
veitir ekki svar við því, við hvers konar þingræði Islend-
ingar áttu að búa á þessum árum. Til þess að gera ein-
hverja grein fyrir því, er óhjákvæmilegt að víkja að póli-
tískum viðhorfum bæði konungs og þingmanna og skiln-
ingi þeirra á þingræði og framkvæmd þess.
Það leikur vart á tveim tungum, að Danakonungar hafi
setlað sér veigameira hlutverk en formlegan rétt einan við
val ráðherra, eftir að þingræðisreglan var viðurkennd í
verki. Þegar má benda á það, að einir þrír menn urðu ráð-
herrar fyrir þeirra tilstilli, Hannes Hafstein í fyrra skipt-
ið 1904, Kristján Jónsson 1911 og Einar Arnórsson 1915,
SVO að ekki er unnt að fullyrða annað en þeir hafi átt um-
talsverðan þátt í að velja Islendingum stjómendur á þess-
um árum. Hér á einnig við að rifja það upp, sem áður
hefur verið haft eftir Þorleifi H. Bjarnasyni, að konung-
ur hafi viljað fyrir þing 1911 fá Jón Magnússon bæjar-
fógeta sem ráðherra. Þá verður það helzt lesið úr frásögn
Þorleifs, að það hafi verið ásetningur konungs og trúnað-
armanna hans að láta ekki skeika að sköpuðu, þegar að því
kæmi að skipa eftirmann Bjöms Jónssonar, en hann seg-
ungkjörnir og einn þjóðkjörinn (þ.e. Kristján Jónsson), en Skúla
1 þjóðkjörnir, en einn þeirra Jens Pálsson forseti deildarinnar
greiðir ekki atkvæði samkvæmt venju.
1 neðri deild sátu 26 þjóðkjörnir þingmenn. Þar fylgdu 12 Krist-
jáni Jónssyni að málum og var forseti deildarinnar, Hannes Þor-
steinsson, einn þeirra og greiðir ekki atkvæði, en meðmæltir Skúla
Thoroddsen voru 13 og hann sjálfur þar meðtalinn. Einn þing-
maður, séra Hálfdan Guðjónsson, lét ráðherratilnefninguna ekki
til sín taka.