Saga - 1978, Page 32
30
JÓN GUÐNASON
ir svo: „Frá Kaupmannahöfn er mjer skrifað 2/2 1911:
Vonandi lætur konungur ekki binda hendur sínar við næsta
ráðherraval. Það mun vera komin alvara þar eptir lygar
Isafoldar, „eptir beztu heimildum" eins og þar stendur
(Krieger)."1 Aðstaða konungsvaldsins til þess að beita
sér í þessum efnum og koma vilja sínum fram var þó háð
því, hvernig pólitískar aðstæður voru á alþingi. T.a.m. var
svo ástatt á þingi 1911, að bæði ráðherraefnin voru lík-
leg til þess að geta safnað um sig meirihluta þingmanna,
en um valið á ráðherra þá segir Bjarni Benediktsson, að
það sýni hversu mikilvægt það sé, þegar enginn ákveðinn
meirihluti er á þingi, í hvaða röð mönnum er falin stjórn-
armyndun.2 Hér var þess vegna kjörið tækifæri fyrir kon-
ung að láta að sér kveða.
Því er sjaldan haldið nægilega fram, að Danakonungar
hafa haft ákveðnar pólitískar skoðanir og lagt pólitískt
mat á íslenzka stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka. Það
þarf ekki að ganga í neinar grafgötur um það, að viðhorf
Danakonunga til þeirra mótaðist aðallega af því, hver var
afstaða þeirra í sjálfstæðismálum þjóðarinnar, hvernig
þeir vildu haga sambandi þjóðanna tveggja og samskipt-
um. Þannig voru heimastjómarmenn konungsvaldinu og
dönskum valdhöfum skapfelldari en sjálfstæðismenn og
hægfara sjálfstæðismenn skárri en snarfaramir í land-
vamarflokknum. En konungur var ekki einn um hituna,
þegar hann réð fram úr íslenzkum málum, þótt svo væri
látið heita, að hann færi einráður með konungsvaldið.
Hann hafði við hlið sér ráðgjafa og samverkamenn, en um
ráðherravalið 1911 mun hann hafa borið ráð sín saman
við Krieger konungsritara, Jón Sveinbjömsson ráðgjafa
um íslenzk málefni, Jón Krabbe skrifstofustjóra og ekki
er ósennilegt, að forsætisráðherra hafi verið inntur álits,
en slíkt mátti ekki spyrjast, þar sem ráðherraskipun á Is-
1 TMM 1975, bls. 355—356.
2 Land og lýðveldi I., bls. 136.