Saga - 1978, Síða 33
STJÓRNARMYNDUN OG DEILUR
31
landi var sérmál alþingis og konungs einna. Um þessa
Wenn á við hið sama og konung, að þeir vildu, að sambúð
Dana og Islendinga yrði sem bezt, en í pólitískum háttum
voru þeir hæglátir skrifstofumenn, sem ekki voru gefnir
fyi'ir neinar róttækar breytingar hvorki almennt né á
sambandi Islands og Danmerkur sérstaklega. Það fór held-
ur ekki fram hjá íslenzkum stjórnmálamönnum, að ákveðin
Pólitísk viðhorf voru ríkjandi í konungsgarði, enda segir
Lögrétta 15. marz 1911:
En hann (Kr. J.) sóttist ekki eftir henni (þ.e. ráðherrastöðunni)
að sama skapi og Skúli. Hins vegar ljet hann uppi, að hann tæki
rið stöðunni, líklega ekki sízt af því, að hann muni hafa þótst
vita, að konungi væri ekki um það gefið, að taka Skúla.
Það getur verið, að konungur hafi fengið villandi upplýs-
Digar og hann leitast við að fylgja ströngustu þingræðis-
reglum við stjómarmyndunina 1911 eins og haldið var
fram, en eigi verður varizt þeirri hugsun, að pólitísk sjón-
armið konungs hafi gert gæfumuninn, er hann stóð
frammi fyrir því að gera upp á milli ráðherraefnanna
fveggja, og til þeirra virðist einnig vera að leita skýring-
ar á því, hversu konungur var skjótur að taka ákvörðun.
Viðhorf þingmanna til þingræðis
Skipun Kristjáns Jónssonar í ráðherraembættið hleypti
af stokkunum miklum umræðum og deilum um fram-
kvæmd þingræðis og grundvöll þess. Eins og fyrr hefur
yerið getið, héldu sjálfstæðismenn því fram, að þingræð-
^sreglan hefði verið brotin, þar sem meirihluti þingmanna
hefði mælt með Skúla Thoroddsen sem ráðherra, en eink-
urn töldu þeir það vítavert að hafna honum, þar sem meiri-
hluti þjóðkjörinna þingmanna fylgdi honum að málum.
Kváðu þeir konungkjörna þingmenn eiga ekki hluttöku-
rett, er um stjórnarmyndun væri að ræða, þar sem það
væri grundvallaratriði þingræðis, að þjóðkjörnir fulltrúar