Saga - 1978, Page 34
32
JÓN GUÐNASON
einir sætu að þessum rétti ásamt konungi. Um þetta atriði
segir Bjarni Benediktsson og tekur þá mið af stjórnlög-
um og stjómvenju, að það skorti „heimild til að fullyrða,
að ekki hafi átt að taka tillit til þeirra (þ.e. konungkjör-
inna þingmanna) um stjórnarmyndanir."1 Sjálfstæðis-
menn báru heldur ekki fyrir sig lagarök, en fullyrðing
þeirra studdist við þróun þingræðis í Vestur-Evrópu og
þann nýja skilning, sem þar hafði sprottið upp á þessu
stjómarfyrirkomulagi. Hinar nýju hugmyndir miðuðu að
því að styrkja lýðræðið með því að takmarka persónurétt
þjóðhöfðingjanna og rétt þeirra fulltrúa, sem ekki voru
kosnir með lýðræðislegum hætti.
Þeir þingmenn hafa ugglaust verið margir, sem höfðu
áþekkar skoðanir og konungur um þingræðið. Þeir ætluðu
konungi að ráða að vild sinni ráðherra með þeim tak-
mörkunum einum, sem þingræðisreglan setti, og konung-
kjörnum þingmönnum fullan aðildarrétt að stjórnarmynd-
un. Kristján Jónsson lét svo um mælt á þingi:
Því er lialdið íram að eg með því að taka á móti ráðherratign-
inni hafi framið þingræðisbrot. Þar til er því að svara, að Hans
Hátign konungurinn hefir rétt til að taka hvern mann í þeim
flokki, sem er í meiri hluta á þinginu til ráðherra; hann hefir
algerlega frjálst val og ótvíræðan rétt til þess, sem alstaðar er
viðurkenndur.2
Blaðið Lögrétta hélt því stíft fram, að konungur hefði virt
þingræðið í hvívetna, og það var á sama máli og Kristján
Jónsson um rétt konungs, en það kemst svo að orði 15.
marz:
Eina sæmilega framkoman af þeim „Sparkliðsmönnum“ var sú,
að styðja allir hvern þann mann úr flokksbrotinu, sem konung-
ur helst vildi kjósa sér fyrir ráðherra, án tillits til þess, hvort
þeir fyrirfram hefðu viljað með atkvæði sínu styðja hann innan
flokksbrotsins öðrum fremur.
1 Land og lýðveldi I., bls. 137.
2 Alþt. 1911 B. II. 811.