Saga - 1978, Page 37
33
STJÓRNARMYNDUN OG DEILUR
Samkvæmt þessari kenningu blaðsins skyldi konungur hafa
allfrjálsar hendur við ráðherraval, og í framkvæmd merkti
hún, að hægfara menn í sjálfstæðismálum þjóðarinnar
væru að öllu jöfnu látnir sitja fyrir, þegar ráðherrasæti
losnaði. Hér var annars haldið fram sömu þingræðishug-
myndum og voru á ferðinni á þeim tíma, er barizt var
fyrir því að koma þingræðisreglunni á og þeim stjórnar-
hætti, sem kalla má konungsþingræði.
Sumir þingmenn virðast hafa haft óljósar hugmyndii
um þingræði og ekki látið sig miklu skipta, hvernig það
var framkvæmt. Eins og fyrr hefur verið frá sagt, bar
upplýsingum um fylgi ráðherraefnanna 1911 ekki saman,
en skýringin á þessu virðist einfaldlega vera sú, að ein-
hverjir þingmenn, sem vottfast höfðu heitið Skúla Thor-
oddsen stuðningi sínum, hafa jafnframt gefið Kristjáni
Jónssyni undir fótinn með það, að þeir mundu sætta sig
við þann ráðherra, sem konungur tilnefndi.1 Annað atvik
frá þinginu 1911 sýnir nokkuð stefnuleysi hjá þingmönn-
um í þessum efnum. Þá báru sjálfstæðismenn í neðri deild
fram vantraust á Kristján Jónsson, en því var vísað frá
uieð rökstuddri dagskrá, sem samþykkt var með 13 at-
hvæðum gegn 12. Flutningsmaður frávísunartillögunnar
var séra Björn Þorláksson á Dvergasteini, einn þeirra
þingmanna, sem mælt höfðu með Skúla Thoroddsen sem
ráðherraefni. 1 umræðum um þetta mál kannaðist Björn
við það, að ekki hefði verið farið eftir réttum leikreglum
við skipun Kristjáns Jónssonar í ráðherraembættið, en
hins vegar taldi hann það mesta óráð að bregða fæti fyrir
hann, þar sem alþingismenn þyrftu nú nauðsynlega að fá
starfsfrið.2 Ekki mun Björn hafa verið einn um þessa
skoðun.
Unnt er að færa líkur fyrir því, að konungshugmyndir
Islendinga hafi átt nokkurn þátt í því að gera þá fast-
1 Sbr. Isafold 22. marz 1911.
2 Alþt. 1911 B. II. 808—810.
3