Saga - 1978, Blaðsíða 38
34
JÓN GUÐNASON
heldna á það, sem hér var kallað konungsþingræði. Þeir
litu margir hverjir á konungstignina sem ópólitíska og
óhlutdræga stofnun, sem vakti yfir velferð allra jafnt, en
þeim sást yfir, hvernig hún var í raun og veru: Ihaldssöm
stofnun, sem fyrst og fremst bar hag Danmerkur og ríkis-
heildarinnar fyrir brjósti. 1 þessu samhengi er vert að
geta um dálítið atvik, sem gerðist á þinginu 1911. Sama
daginn og fréttist, að Kristjáni Jónssyni hefði verið boðin
ráðherrastaðan, lét Jens Pálsson svo um mælt úr forseta-
stóli efri deildar, að „hann hefði heyrt á orðum nokkurra
þingdeildarmanna, að þeim þætti með þessari útnefningu
gengið of nærri þingræðinu (parlamentarisme), að
minnsta kosti þjóðkjörinna þingmanna." Stóð þá Lárus H.
Bjamason upp og „vítti þessi orð forseta og kvað þau
höggva of nærri konunginum."1 Jens Pálsson virðist hafa
opnað hug sinn í einhverju grandaleysi, en séð sig svo um
hönd. Það stoðaði hann lítið, því að blaðinu Lögréttu 15.
marz fannst ástæða til að setja ofan í við hann fyrir til-
tækið og vandar honum ekki kveðjurnar:
Úlfaþyturinn, sem gerður hefur verið hjer um þingræðisbrot af
konungs hálfu, er svo heimskulegur, að engri átt nær. Orð þau,
sem um þetta voru töluð úr forsetastól efri deildar í fyrra dag
eru hneyksli, sem væri óafsakanleg, ef ekki sæti þar annar eins
„pólitískur11 aumingi og þar situr nú.
Þannig átti það að vera eins konar húsgangssök að bera
brigður á það, að konungsvaldið færi réttilega með vald
sitt. Nokkuð var þó sveigt að konungsvaldinu í umræðum
þeim, sem fram fóru um vantraust á Kristján Jónsson,
en vægilega var í sakirnar farið. öllu hvassyrtari voru
menn á fundi, sem sjálfstæðismenn efndu til í Iðnaðar-
mannahúsinu 14. marz til þess að mótmæla skipun Krist-
jáns Jónssonar í ráðherraembættið. Tvennt bar til nýlundu
í þessum pólitísku umræðum, annars vegar hafði þingræð-
i TMM 1977, bls. 319.