Saga - 1978, Page 39
STJÓRNARMYNDUN OG DEILUR 35
isfyrirkomulagið aldrei áður verið rætt með þeim hætti
sem gert var og hins vegar hafði konungsvaldið aldrei áður
sætt jafn opinskáinni gagnrýni.
I upphafi þessarar greinar var staðhæft, að alþingi hafi
verið í sjálfsvald sett, eftir að þingræðisreglan var komin
a. að gera hlutdeild konungs að stjórnarmyndun að forms-
atriði einu og festa þannig þjóðþingræði í sessi, þ.e. að
þjóðkjörnir fulltrúar væru í raun og veru einráðir um
það að velja þjóðinni stjómendur. Alþingi fór þó ekki þá
leið að ná þessum rétti til sín, enda var það ekki í stakk
búið til þess. Til þess liggja margar ástæður, og hefur þeg-
ay verið minnzt á þann skilning, sem margir þingmenn
báru á hlutverk konungsvaldsins og þingræðisfyrirkomu-
iagið, en fleira kemur til, og skal hér drepið á tvö atriði.
Það er ekkert vafamál, að Danakonungar lögðu misjafn-
an þokka á íslenzka stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn,
°g ekki var það tilviljun einber, að þeir Islendingar, sem
fastast héldu fram forréttindum konungs, voru jafnframt
þeir menn, sem höfðu af því pólitískan ávinning. Þessir
ffagnkvæmu hagsmunir hafa átt drýgstan þátt í því að
lalda konungsþingræðinu við, og ekki var við því að búast,
að á þessu yrði nein breyting, meðan svo hagaði til. Enn-
remur gerði það alþingi óhægt um vik að efla þjóð-
Pmgræðið, að þingflokkarnir voru innbyrðis ósamstæðir,
ausir 1 reipunum og þingmönnum ótamt að lúta flokks-
aga. Af þessum sökum voru þeir miðlungi færir um að
ylgja fram fullri aðild að stjórnarmyndun. Flokkunum
okst ekki heldur á heimastjómartímabilinu að ávinna sér
Pa stöðu að vera formlega viðurkenndir sem fullvirkur hluti
stjómkerfisins. Af þessu tvennu, gagnkvæmum hagsmun-
Urn k°nungsvalds og íslenzkra stjómmálaafla annars veg-
ar 0g gerð og stöðu þingflokkanna hins vegar, verður sú
a ykiun helzt dregin, að skort hafi eðlileg skilyrði á þessum
arum til þess, að þjóðþingræðið gæti þrifizt sem stjórnar-
hattur.
Hér að framan hefur verið rakinn gangur stjómarmynd-