Saga - 1978, Page 67
SENDIFÖRIN OG VIÐRÆÐURNAR 1918
61
Um þetta atriði segir Einar Arnórsson, einn íslensku
sanmingamannanna, í grein í Skírni árið 1930:
„Þar á nióti var meginágreiningur um hitt atriðið, sameiginlega
hegnréttinn. Dönsku nefndarmennirnir héldu afarfast á því, að
hann yrði að vera allskostar sameiginlegur. Stóðu íslenzku full-
trúarnir heldur illa að vígi um þetta atriði, því að eitt félag ís-
lenzkra sósíalista hér hafði samþykkt ályktun þess efnis, að þeir
vildi hafa þegnrétt sameiginlegan í báðum löndunum og töldu
þann grundvöll undir samband landanna hinn eina rétta. Þessari
ályktun var óspart haldið að íslenzku nefndarmönnunum, og köll-
uðust dönsku fulltrúarnir hafa allmikinn stuðning af henni, sem
von var. Virtist svo sem þetta atriði ætlaði að verða mikið deilu-
efni, og vandséð þá, nema það stæði að öllu leyti fyrir samn-
ingum.“36)
Svo virðist að eftir að viðræðurnar voru hafnar og ljóst
^ar að Danir yrðu að fallast á konungssamband, hafi þeir
a8t aðaláherslu á sameiginlegan þegnrétt. Á viðkvæmu
stigi samninganna gerist það að Alþýðuflokkurinn ályktar
málið.
Ályktun Alþýðuflokksins og sameiginlegi þegnrétturinn.
tann 6. júlí samþykkti fulltrúaráðsfundur Alþýðuflokks-
lns eftirfarandi ályktun:
”tulltrúaráðsfundur Alþýðuflokksins, lialdinn í Reykjavík 6.
Julí 1918, lætur í ljós von sína um, að samningar þeir, sem nú
standa yfir milli Alþingis Islendinga og erindreka stjórnar og
rikisþings Danmerkur, beri þann árangur, að lokið verði um
Slnn deilunni um sambandsmál Islands og Danmerkur með samn-
ln*p> sem báðir málsaðilar mættu vel við una. Þetta telur fund-
urinn hina mestu nauðsyn, svo að íslenzka þjóðin geti beitt öllum
r°ftum til þess að vinna að innlendum þjóðþrifamálum.
Sem undirstöðuatriði í viðunanlegum samningi telur fund-
Ul'inn þetta:
1) ísland fái sinn sérstaka siglingafána.
°6) Einar Arnórsson: Alþingi árið 1918. Skírnir 1930, bls. 343.