Saga - 1978, Page 82
76
GÍSLl ÁGÚST GUNNLAUGSSON
sveitarinnar með framfæri sitt. Þetta viðhorf til þurfa-
manna finnst á öllum öldum Islandssögunnar, ekki síst á
19. öld, þó að nokkurrar breytingar á því taki að gæta í
lok aldarinnar. Samt sem áður voru þeir ótrúlega margir,
sem urðu fyrir því óláni að þurfa að leita á náðir sveitar-
félagsins til að tryggja sér framfæri. Samkvæmt mann-
talinu 1703 nutu alls 15,5% þjóðarinnar opinbers fram-
færis það ár,2) árið 1801 voru í,6% landsmanna á fram-
færi sveitarstjórna,3) fardagaárið 1901—1902 áttu alls
7,8% landsmanna lífsbjörg sína undir fátækrastyrk4) og
um 1870 nam fjöldi þeirra er sveitarstyrks nutu mun
hærra hundraðshlutfalli þjóðarinnar. Verður frekari grein
gerð fyrir þessum atriðum síðar í ritgerðinni.
Þótt þurfamennska og niðurseta væru þannig engan
veginn einangruð fyrirbrigði á Islandi á 19. öld, var við-
horf almennings til „sveitarómaga" miskunnarlaust og
meðferð sveitarstjóma og bænda á þeim iðulega ill.
Um sögu íslenskra fátækramála hefur lítið verið fjallað
fram til þessa af sagnfræðingum. Sakir þess hve þessi
málaflokkur er mikill að vöxtum og heimildir fjölskrúð-
ugar, er ekki unnt í svo stuttri ritgerð að fjalla ítarlega
um sögu fátækramála á landinu alla 19. öld. Þess í stað
verður einkum fjallað um milliþinganefnd þá í sveitar-
stjórnar- og fátækramálum, sem starfaði á árunum 1902—-
1905 og hafði m.a. það verk með höndum að endurskoða
2) Manntalið 1703, Hagskýrslur íslands, II, 21, Rvík 1960, bls. 22.
3) Þessi tala virðist vera of lág, einkum með tilliti til áhrifa
Móðuharðindanna og annarra hörmunga 18. aldar á afkomu
alls þorra manna. Frekari upplýsingar um þetta atriði er að
finna í óprentuðum fyrirlestri Björns Teitssonar: „De fattige
og fattiglovgivningen pá Island pá 1700-tallet“, sem höfundur
hefur góðfúslega leyft mér að styðjast við.
4) Tillögur um frumvarp til fátækralaga (álitsgerð milliþinga-
nefndar í sveitarstjórnar- og fátækramálum 1902-—1905, hér
eftir nefnt „nefndarálit") fylgiskjal I (hér eftir nefnt „Skýrsla
Guðjóns Guðlaugssonar"), Rvik 1905, bls. 23.