Saga - 1978, Qupperneq 83
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM 77
fátækralög þjóðarinnar. Starf nefndarinnar að þessu máli
leiddi til umfangsmestu könnunar, sem fram til þess tíma
hafði farið fram á stöðu og högurn afmarkaðs hluta þjóð-
arinnar. Er markmið ritgerðarinnar einkum tvíþætt: a)
að rekja störf nefndarinnar að endurskoðun fátækralag-
anna, og b) að rannsaka þá þróun, sem varð á umfangi
og ástandi fátækraframfærslunnar á tímabilinu 1870—
1907.
Rétt er að geta þess í upphafi, að hér mun nær einvörð-
ungu verða fjallað um almenna þætti framfærslunnar,
fjölda þurfamanna, aldur þeirra, kostnaðinn við fram-
færsluna, félagslega stöðu þurfamanna o.s.frv., en hin-
um mannlega þætti framfærslunnar, þ.e. þurfamannin-
um sjálfum, lífskjörum hans, stöðu og högum, lítt sem
ekki sinnt, og veldur þar hvorttveggja ónógar rannsóknir
°g takmarkað rými. Er vonandi, að þess verði kostur síð-
ar að gera þessum mikilvægasta þætti framfærslumál-
unna viðhlítandi skil.
Þá er og rétt að taka það fram, að hugtakið þurfamenn
verður hér haft um alla þá, er af sveit þáðu á þessu tíma-
bili. Hugtök eins og ómagi, niðursetningur, þurfalingur
o.s.frv., sem mörg hver fela í sér niðrandi merkingu,
verða hér ekki viðhöfð nema í beinum tilvitnunum til
Prentaðra heimilda, rita eða skýrslna, og í umræðu um
Þau. Er hér höfð hliðsjón af orðavali milliþinganefndar-
innar, sem skipti öllum þeim er sveitarstyrk þáðu í tvo
flokka, fj ölskylduþurfamenn og einhleypa þurfamenn.
Áður en vikið verður að starfi milliþinganefndarinnar,
er nauðsynlegt að gera nokkra grein fyrir fátækralöggj öf
19. aldar, þar sem þekking á henni er nauðsynleg for-
senda fyrir fyllri skilningi á skipulagi og framkvæmd
fi'amfærslunnar á þessum tíma og hinni brýnu þörf, sem
UPP kom á síðustu áratugum aldarinnar, til þess að fá-
Þekralöggjöfin yrði endurskoðuð á raunhæfan hátt. Þá lýsa
fög oft vel ríkjandi sjónarmiðum þess tíma og samfélags,
Sem þau eiga rætur í, og á það ekki síst við um þá löggjöf,