Saga - 1978, Page 84
78
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
sem um fátækraframfærsluna gilti alla 19. öld. Hér verð-
ur þó að fara hratt yfir sögu, enda hafa þessu efni áður
verið gerð góð skil í riti Jóns Blöndals og Sverris Krist-
jánssonar: Alþingi og félagsmálin. Verður því einungis
stiklað á helstu lögum, sem í gildi voru á þessu tímabili
og lítillega vikið að aðdraganda þess, að milliþinganefnd
í fátækra- og sveitarstjómarmálum var skipuð árið 1902.
II. Fátækralöggjöfin á 19. öld
Hinn 8. janúar árið 1884 var sett Reglugerð fyrir fá-
tækramálefna lögun og stjórn fyrst um sinn á fslandi. Fá-
tækrareglugerðin, eins og löggjöf þessi var tíðast nefnd,
var að verulegu leyti samin af Bjarna Thorsteinssyni, og
var fyrsta heildarlöggjöf, sem sett var um fátækramál-
efni allt frá því að ákvæði Grágásar og Jónsbókar voru
sett. Leysti reglugerðin því úr mjög brýnum vanda, þar
sem lög þau og tilskipanir, er um þetta málefni giltu,
voru fyrir löngu orðin úrelt og hömluðu mjög eðlilegri
stjórn þessa málaflokks. Komst hið mesta ólag á alla
stjórn fátækramála eftir Móðuharðindin og árið 1810 var
svo komið, að um skeið giltu ekki sömu reglur um skipu-
lag og framkvæmd fátækraframfærslunnar á öllu landinu,
eftir að amtmennimir norðanlands og vestan settu reglur
um framfærsluna í umdæmum sínum, sem amtmaðurinn
í suðuramtinu féllst ekki á.5)
Fátækrareglugerðin setti skýrari ákvæði um ýmis atriði,
sem verið höfðu á reiki í þeim tilskipunum og reglu-
gerðum, sem ætlaðar voru til nánari skilgreiningar á þeim
grundvallarreglum Grágásar og Jónsbókar, sem giltu
breytingalítið um framkvæmd framfærslunnar allt fram
til ársins 1834. Helstu ákvæði hennar voru þau, að föru-
mennska var bönnuð, vöxtur tómthúsmennsku skyldi tak-
E) Jónas Guðmundsson: Fátækraframfærslan á Islandi, í riti Jóns
Blöndals „Félagsmál á lslandi“, Rvík 1942 bls. 152.