Saga - 1978, Page 85
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM
79
markaður og frændaframfærslan var bundin við beinan
legg- upp og ofan. 1 reg-lugerðinni var þeirri fornu við-
miðun haldið, að fæðingarhreppurinn skyldi vera fram-
ferslusveit manna, og til þess að öðlast sveitfesti annars
staðar urðu menn að ávinna sér hreppshelgi með 5 ára
samfelldri dvöl í viðkomandi hreppi án þess að njóta op-
inbers framfæris. Ef maður þáði sveitarstyrk af dvalar-
sveit sinni innan þessara 5 ára, hafði hann fyrirgert rétti
sínum til að öðlast þar sveitfesti, og mátti flytja hann
fátækraflutningi á framfærslusveit sína. Kona eignaðist
við giftingu framfærslusveit eiginmanns síns, skilgetin
börn fylgdu sveitfesti foreldra sinna, en óskilgetin börn
tóku framfærslusveit móður sinnar. Þá kvað reglugerðin
svo á, að fimmti hluti þess fiskafla, sem fengist á helgum
dögum, skyldi renna í fátækrasjóð viðkomandi sveitarfé-
lags. Allir úrskurðir í fátækramálum voru lagðir í hend-
ur sýslumanna í samræmi við konungsbréf frá 11. apríl
1781, en unnt var að áfrýja þeim til amtmanns og þaðan
til kansellísins í Kaupmannahöfn, sættu málsaðilar sig ekki
við fyrri úrskurði. Sú breyting varð á framlivæmd fram-
færslunnar með reglugerð þessari, að sóknarprestar fengu
nú aukin áhrif á hana að lögum, en áður hafði hún nær
eingöngu verið í höndum hreppstjóra.6)
Þótt snemma tæki að bera á mikilli óánægju lands-
nianna með ýmis ákvæði reglugerðarinnar, voru einungis
Serðar á henni tvær breytingar fram til aldamóta. Árið
1848 var sveitfestitíminn lengdur með Opnu bréfi úr 5
árum í 10,7) en hinn skammi sveitfestitími hafði þótt
nuka sveitarþyngsli til muna frá því sem áður var. Árið
1887 voru svo sett lög um sveitarstyrk og fúlgu, sem eink-
Urn fjölluðu um viðskipti sveitarstjóma við þurfamenn.
Samkvæmt þeim bar að líta á þeginn sveitarstyrk sem
skuld við sveitarsjóð, sem þurfamanni bæri að endur-
®) Lovsamling for Island, X, bls. 423—434.
7) Lovsamling for Island, XIV, bls. 135—136.