Saga - 1978, Page 86
80
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
greiða, en til tiyggingar skuldinni var sveitarstjórn heim-
ilað að skrifa upp fjármuni þurfamanns. Jafnframt var
þurfamönnum gert skylt að fara í hverj a þá viðunandi vist,
sem sveitarstjórn ákvæði. Þá var í lögunum ákvæði um
að skylda mætti rnenn, sem flyttust af landi brott, til að
leggja fram tryggingu fyrir því, að vandamenn þeirra
yrðu ekki til sveitarþyngsla hér á landi í a.m.k. 3 ár eftir
brottflutning þeirra.8)
Lög þessi voru hin síðustu, sem sett voru um fátækra-
málefni á 19. öld. Á hinn bóginn voru á síðari hluta ald-
arinnar sett nokkur lög, sem snertu þær stéttir manna, sem
hvað hættast var við að þyrftu að leita á náðir sveitar-
stjóma með framfæri sitt. Má í þessu sambandi nefna
Tilskipun um lausamenn og húsmenn á Islandi frá 1863,
Tilskipun um vinnuhjú frá 1866, Lög um þurrabúðarmenn
frá 1888 og lög um, breyting á 2., U. og 15. gr. í tilskipun
um lausamenn á íslandi frá 1894. Síðast en ekki síst ber
að geta þess, að árið 1872 var sett ný sveitarstjórnarlög-
gjöf, er ákvað skipulag og framkvæmd sveitarstjórnar-
mála á landinu. Með lögum þessum varð sú breyting á
skipulagi fátækraframfærslunnar, að hún var nú falin
umsjá hreppsnefnda, en hafði frá 1834 verið eingöngu í
höndum hreppstjóra og sóknarprests.
III. Undanfari breytinga
Þótt ekki yrði af frekari lagasetningu um fátækramál á
19. öld, voru fátækramálin í heild eða einhverjir angar
þeirra tíðir gestir á alþingi á tímabilinu 1845—1905.
Verður sú saga ekki rakin hér, enda er gott yfirlit yfir
hana í riti Jóns Blöndals og Sverris Kristjánssonar: Al-
þingi og félagsmálin. Það sem einkum skiptir máli fyrir
þá sögu, sem hér verður sögð, er, að á síðustu áratugum
aldarinnar kom fram á alþingi ríkur skilningur á því, að
8) Stjt. 1887, A, bls. 98—101, lög nr. 20.