Saga - 1978, Page 91
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM
85
Öll snertu þessi frumvörp og tillögur mikilvæga þætti
fátækralaganna, og spunnust um þau miklar umræður á
þingi.is) Umræður um þessi mál bera glöggt vitni þess, að
alþingi tók fátækramálin mun fastari tökum nú en áður
og þingmenn höfðu allmótaðar skoðanir á því hvaða þætt-
ir löggjafarinnar það væru, sem einkum þörfnuðust end-
urskoðunar. Þó stönguðust nokkuð á skoðanir þingmanna
urn það, hvernig haga bæri endurskoðun laganna. Töldu
ýmsir þingmenn sumum ákvæðum gildandi laga orðið svo
ábótavant, einkum sveitfestiákvæðinu, að endurskoðun
þeirra þyldi enga bið, þar sem vinna milliþinganefndar
uð endurskoðun laganna í heild gæti tekið drjúgan tíma.
Má í þessu sambandi nefna þá Magnús Torfason, Guðlaug
Guðmundsson og Þórð Guðmundsson, sem töldu að stytta
bæri sveitfestitímann þá þegar í 3—5 ár, en vísa ætti
endurskoðun laganna að öðru leyti til meðferðar milli-
þinganefndar. Nefndi Magnús máli sínu til stuðnings, að
hann vissi dæmi þess, að 20 þurfamenn hefðu á einu ári
komið í hrepp með 30 búendum og hjá ýmsum smærri
hreppum, svo sem Biskupstungnahreppi og Bessastaða-
hreppi, væri svo komið, að enginn vildi þangað flytjast
vegna sveitarþyngsla.19)
Aðrir þingmenn, svo sem Jósafat Jónatansson og Jó-
hannes Jóhannesson tóku hins vegar þá afstöðu, að stytt-
lr>g sveitfestitímans væri einungis „kák eitt við fátækra-
Mggjöfina, er mundi geta orðið þess valdandi, að frekari
aðgjörðum í fátækramálinu mundi verða enn slegið á
frest.“ Töldu þessir þingmenn ennfremur vafasamt, að
stytting sveitfestitímans væri til bóta.20)
Það sjónarmið varð þó ofan á á alþingi, að skipa bæri
^illiþinganefnd til að endurskoða fátækralöggjöfina í
heild, og var tillaga þess efnis samþykkt með samhljóða
l8)
1B)
Alþt. 1901, A, 214—239; B, 555—614.
Alþt. 1901, B, 562—563.