Saga - 1978, Síða 92
86
GÍSLI ÁGÚSX GUNNLAUGSSON
atkvæðum,21) en önnur mál, er lutu að fátækralöggjöf-
inni, náðu ekki fram að ganga. Þótt ágreiningur væri um
leiðir til umbóta, virðast flestir þingmenn hafa sætt sig
við þessi málalok. Pétur Jónsson sagði í umræðum um
þetta mál á þingi 1901:
„Það sýnist svo, sem löggjöfin hafi stefnt í þá áttina,
að ala á hrepparígnum, í stað þess, sem hún ætti að
miða að hinu gagnstæða: að því að koma þeim hugs-
unarhætti inn hjá börnum þjóðarinnar, að hér sé um
þjóðfélagsskyldu að ræða gagnvart þurfalingunum og
þegnskyldu gagnvart félagsheildinni."22)
Vafasamt er, að allir þingmenn hafi haft jafn ríkan skiln-
ing á fátækramálunum og lýsir sér í þessum orðum Pét-
urs, en engu að síður eru þau gott dæmi um þá viðhorfs-
breytingu, er varð til þurfamanna, stöðu þeirra og haga,
á síðasta áratugi 19. aldar.
V. Milliþinganefndin í fátækramálefnum 1902—1905* *)
Samkvæmt þingsályktun frá alþingi 1901 og eftir kon-
ungsúrskurði 13. nóvember sama ár skipaði Magnús Step-
hensen landshöfðingi með bréfi dagsettu 27. janúar 1902
21) Alþt. 1901, A, 216—217.
22) Alþt. 1901, B, 599.
*) 1 þessum kafla er einkum stuðst við nefndarálit milliþinganefnd-
arinnar, „Tillögur um frumvarp til fátækralaga“, sem út var
gefið 1905. Jafnframt er stuðst við skjöl og gögn nefndarinnar,
sem varðveitt eru í Bóka- og skjalasafni Alþingis. Skjöl nefnd-
arinnar eru öll óflokkuð og ónúmeruð, en skjalakassarnir, sem
þau eru geymd í, bera númerin 20, 21 og 22. Af þessum sökum
skal skýrt frá innihaldi hvers kassa um sig í grófum dráttum:
a) Kassi nr. 20 hefur að geyma 1) bréf frá nefndinni, 2) bréf
til nefndarinnar (ráðleggingar, athugasemdir o.fl.), 3) fundar-
gerðarbók nefndarinnar, 4) bréf frá opinberum aðilum til henn-