Saga - 1978, Síða 96
90
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
þeir því ekki að því liði, sem við var búist. Af þessum
sökum ákvað nefndin að útbúa eyðublöð og senda öllum
sveitar- og bæjarfélögum landsins, þar sem óskað var eft-
ir upplýsingum um alla a) þurfamenn með skylduómaga
og b) einhleypa þurfamenn og munaðarlaus börn. Var á
eyðublöðunum óskað eftir, að tilgreindar væru ástæður
fyrir styrkþörf, upphæð styrks, o.s.frv., þannig að unnt
væri að fá sem gleggsta heildarmynd af fjölda þurfa-
manna á landinu fardagaárið 1901—1902, útgjöldum sveit-
arsjóða til fátækraþarfa, helstu ástæðum fyrir styrkþörf
og dreifingu fátækrabyrðarinnar á sýslur landsins. T)r
þeim gögnum, sem nefndin aflaði sér með þessu móti, vann
Guðjón Guðlaugsson síðar skýrslu „um þurfamenn og
munaðarlaus sveitarbörn, fátækraframfæri þeirra, aldur
og ástand fardagaárið 1901—1902, með hliðsjón til sveit-
arreikninganna 1895—99.“ Skýrsla þessi er prentuð sem
fylgiskjal I í áliti nefndarinnar og er hin merkasta fyrir
það, að hún gefur nákvæmar tölulegar upplýsingar úm
ýmsa þá þætti fátækramálanna, sem mestu máli skipta.
Verður nánar að henni vikið síðar í þessari ritgerð.
Starf nefndarinnar haustið 1902 var þannig að mestu
bundið við gagnaöflun og undirbúning, og er nefndin
gerði hlé á störfum sínum, hafði hún enn ekki hafist handa
við samningu frumvarps til fátækralaga. Sveitarstjórnar-
löggjöfin var ekki tekin til meðferðar þetta haust, enda
varð nefndinni fljótlega ljóst, að ekki væri unnt að sam-
eina fátækra- og sveitarstjómarlöggjöf landsins í einu
frumvarpi, eins og skipunarbréf hennar virtist gera ráð
fyrir. Þótt fátækraframfærslan heyrði undir verksvið
hreppsnefna og væri í reynd aðalstarf þeirra, var hún ein-
ungis einn þáttur þess málaflokks, sem nefndur var sveit-
arstjómarmál:
„Það virðist því vera mjög hjáleitt, að fara í sveitar-
stjórnarlögum, að taka þessa einu grein sveitarstjóm-
arstarfa, fátækramálin útúr, og gefa nákvæmar reglur