Saga - 1978, Page 97
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM 91
um þau, — en engum gæti þó komið til hugar, að fljetta
sveitarstjórnarlögunum inn í fátækralögin."2 7)
Af þessum sökum frestaði nefndin endurskoðun sveit-
arstjómarlaganna, þar til fundum hennar yrði fram hald-
Jð. Jafnframt taldi nefndin, að endurskoðun sveitarstjórn-
arlaganna yrði mun auðveldari viðfangs en endurskoðun
fátækralaganna, þar eð ekki hafði borið á verulegri óá-
nægju með sveitarstjórnarlöggjöfina að undanskildum ör-
fáum ákvæðum, og lagði nefndin þess vegna höfuðáherslu
a síðari málaflokkinn. Áður en nefndin gerði hlé á störf-
um sínum, var ákveðið, að hún kæmi aftur saman á Ak-
ureyri í aprílmánuði 1903. Skyldu nefndarmenn fram til
Þess tíma íhuga fátækramálin hver í sínu lagi og vinna
ur þeim gögnum, sem nefndin hafði aflað sér.28)
Ekki varð af því, að nefndin lyki störfum fyrir þingið
1903, eins og ráð var fyrir gert. Sakir langvarandi veik-
mda Páls Briem féllu fyrirhugaðir fundir nefndarinnar
a Akureyri niður þá um vorið. Svo virðist sem Páll hafi
haft í huga að halda störfum nefndarinnar áfram síðla
sumars eða um haustið 1903. 1 bréfi, sem Guðjón Guð-
laugsson ritar Páli 30. júlí, kveðst hann ekki geta tekið
þátt í nefndarstörfum fyrr en eftir miðjan vetur. Ekki
virðist Guðjóni hafa líkað of vel samstarfið við þá Pál og
Jón, því að í bréfinu segir orðrétt:
»Jeg hafði fastlega ákvarðað og búið mig undir það,
að mæta á Akureyri í síðastl. marz eins og við töluðum
saman um í fyrra, en þá komu sjúkdómsforföll hjá yður
sem hömluðu þessu. Jeg vona því að þið háttv. með-
uefndannenn mínir takið það tillit til kringumstæða
minna, sem þið sjáið nefndinni skaðlítið. Getið þið ekki
frestað fundi vegna mín verður mig auðvitað að vanta,
Nefndarálit, bls. 13.
) Fundargerðabók, bls. 9, sjá einnig nefndarálit, bls. 13.