Saga - 1978, Page 98
92
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
enda mun það nú ekki gjöra mjög mikið málinu, með því
mjer fannst þið ekki ætla mjer í fyrra allt of mikið af
resú[l]tatinu.“29)
Páll Briem svaraði bréfi Guðjóns 15. ágúst 1903 og
virðist undrandi á ummælum hans. Fer bréfið hér á eftir:
„Með brjefi dags. 30. f.m. hafið þjer, herra alþingis-
maður, skýrt mjer frá því, að yður væri með öllu ómögu-
legt að taka þátt í störfum á fátækranefndarfundi fyrri
en eptir miðjan næsta vetur, og getið þess jafnframt
að yður hafi fundist að við hinir meðnefndarmenn yðar,
Jón Magnússon landshöfðingjaritari og jeg, ætla yður
í fyrra ekki allt of mikið af „resultatinu". Fyrir því vil
jeg leyfa mjer að mælast til þess, að þjer vilduð skýra
mjer frá, á hverju þjer byggið þetta og hvað þjer eigið
við. Ef þjer vilduð taka að yður eitthvert sjerstakt starf
í nefndinni, þá væri okkur meðnefndarmönnum yðar það
kærkomið.“30)
Svo er að sjá sem Guðjóni hafi þótt hann vera snið-
genginn í starfi nefndarinnar haustið 1902, en þá var
einkum fjallað um lögfræðileg athugunarefni í tengslum
við samningu frumvarpsins, sem lögfræðingarnir Páll og
Jón voru af eðlilegum ástæðum færastir til að ráða fram
úr. Ekki er að finna í skjölum nefndarinnar gögn um
málefnaágreining innan hennar að öðru leyti en því, að
Guðjón var ekki samþykkur styttingu sveitfestitímans í
2 ár, eins og meiri hluti nefndarinnar lagði til, en sá
ágreiningur hefur naumast orðið djúpstæður fyrr en farið
28) Bréf Guðjóns Guðlaugssonar, skjalakassi nr. 20, Bóka- og skjala-
safni Alþingis.
30) Bréf Páls Briem, sama stað. (Hér er stuðst við uppkast að bréf-
inu, en í því er Guðjón sagður Guðmundsson, en ekki Guð-
laugsson).