Saga - 1978, Page 99
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM 93
var að semja sjálft frumvarpið eftir lát Páls Briem 17. des-
ember 1904.
Vegna forfalla Guðjóns var ákveðið að fresta starfi
nefndarinnar þangað til í desember 1904. „Fyrirætlunin
var“, segir í fundargerðabók nefndarinnar, ,,að nefndin
byrjaði störf sín viku af desbr., því að þá var búizt við að
þviðji nefndarmaðurinn Guðjón Guðlaugsson yrði kom-
inn (með Laura 6. desbr.) af Isafirði“. Guðjón kom
hins vegar ekki til Reykjavíkur (missti af Lauru sakir
illviðris) fyrr en 13. des., en þá hafði Páll Briem tekið
sótt þá, sem leiddi hann til bana 17. s.m. Þeir Jón Magn-
ússon og Guðjón Guðlaugsson ákváðu að halda störfum
nefndarinnar áfram til áramóta, tveir einir, eða þar til
skipaður yrði maður í nefndina í stað Páls. Héldu þeir
á þessum tíma, 19.—29. des., 7 fundi í Stjórnarráðshúsinu.
A þessum fundum var fátækralagafrumvarpið einkum til
umræðu. Varð það að samkomulagi, að Jón Magnússon
tseki að sér að semja frumvarp til fátækralaga, en Guðjón
yfirfæri skýrslur þær, sem nefndinni höfðu borist, og
g'erði útdrætti úr þeim. Á næstu fundum var rætt um
hrög þau að frumvarpi til fátækralaga, er Jón Magnús-
son hafði samið, en 29. desember áltváðu nefndarmenn að
Sera hlé á störfum sínum fram yfir nýár, en vinna þess í
stað að nefndarstörfum hvor í sínu lagi, eftir því sem þeir
höfðu áður orðið ásáttir um.31)
Mánudaginn 16. janúar 1905 kom nefndin að nýju
saman fullskipuð. Með bréfi dagsettu 22. desember skip-
aði stjórnarráðið Magnús Andrésson prófast á Gilsbakka
í nefndina í stað Páls Briem, en samkvæmt bréfi stjórnar-
váðsins 3. janúar 1905 tók Jón Magnússon við formennsku
1 nefndinni. Þá var Magnús kosinn ritari nefndarinnar
í stað Jóns. Starfaði nefndin samfellt frá 16. janúar til 11.
aPríl, er hún lauk störfum sínum.32) Á þessum tíma voru
3J) Pundargerðabók, bls. 10—15.
’i~) Sama heimild, bls. 15—25.