Saga - 1978, Page 100
94
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
haldnir U2 fundir. Fram til 17. mars snérust þeir einkum
um fátækralagafrumvarpið og álitsgerð með því, sem
Jón Magnússon samdi, en síðan var frumvarp það, sem
Magnús Andrésson samdi til sveitarstjómarlaga, tekið til
umræðu. Magnús tók einnig saman álitsgerð með frum-
varpi „um geðveikrahæli á Islandi", sem nefndin hafði
fengið Guðmund héraðslækni Björnsson (síðar landlækni)
til að semja. Að loknum störfum sínum sendi nefndin
stjómarráðinu frumvörp þessi ásamt ítarlegum álitsgerð-
um. Jafnframt fékk stjórnin í hendur frumvarp Páls
Briem um eftirlaun hinnar íslensku þjóðar.
Er nefndin lauk störfum í apríl 1905, hafði hún setið
í hálft þriðja ár. Starf hennar var að vísu ekki samfellt
og dróst nokkuð á langinn sakir langvarandi veikinda
Páls Briem, sem m.a. komu í veg fyrir, að hún lyki störf-
um fyrir þingið 1903, eins og upphaflega var ráð fyrir
gert. Lát Páls Briem var mikið áfall fyrir nefndina, þar
sem hann hafði víðtæka þekkingu á sveitarstjómar- og fá-
tækralöggjöf landsins og ákveðnar hugmyndir um breyt-
ingar á lögunum, sem horfðu í framfaraátt. Þá hafði hann
haldgóða þekkingu á fátækralöggjöf annarra þjóða, sem
ugglaust hefði orðið nefndinni að liði, hefði hans notið
lengur við. Þótt samstarfsmenn Páls fyndu glöggt, hversu
mikill missir nefndinni var að honum,33) er ekki annað
að sjá, en nefndin hafi unnið að endurskoðun fátækralag-
anna af nákvæmni, á grundvelli athugana á stöðu og hög-
um þurfamanna á landinu fardagaárið 1901—1902 og
með tilliti til sambærilegra lagasetninga á Norðurlöndum-
Álitsgerð nefndarinnar, Tillögur um frumvarp til fá-
tækralaga, sem mjög er við stuðst í þessari ritgerð, ei'
gagnmerk heimild um vinnubrögð hennar og þau sjónar-
mið, sem réðu tillögum hennar. Álitsgerðin er allmikið
rit, tæplega 200 blaðsíður að lengd, þar sem gerð er grein
fyrir starfi nefndarinnar, þróun framfærslumála hér-
33) Sjá t.d. Fundargerðabók, bls. 11 og nefndarálit, bls. 13—14.