Saga - 1978, Síða 101
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM 95
lendis (frá landnámsöld) og erlendis (allt frá tímum forn-
Grikkja og Gyðinga), auk þess sem því fylgir frumvarp
nefndarinnar ásamt ítarlegri greinargerð. Ennfremur
fylgja nefndarálitinu tvö fylgiskjöl: a) skýrsla Guðjóns
Guðlaugssonar „um þurfamenn og munaðarlaus sveitar-
böm, fátækraframfæri þeirra, aldur og ástand fardagaárið
1901—1902" og b) þýðingar á fátækralögum Dana, Norð-
nianna og Svía. Er nefndarálitið þess vegna ekki einungis
niei-k heimild um starf nefndarinnar, heldur jafnframt
nm þróun framfærslumála hér á landi frá landnámsöld
ng þau lög, er giltu um þetta málefni meðal grannþjóða
°kkar á Norðurlöndum og mjög höfðu áhrif á frumvarps-
samningu nefndarinnar.
Nefndarálitið ber vitni um mannúðlegra viðhorf til
burfamanna og ríkari skilning en áður hafði tíðkast á
Þeim aðstæðum, er gátu orðið þess valdandi, að menn urðu
fveitarstyrks þurfandi. Þó að rík áhersla sé lögð á siðferð-
^slega skyldu þjóðfélagsþegnanna til að afla sér lífsnauð-
synja, gætir fulls skilnings á því, að skilyrði þeirra til að
sja sér og sínum farborða eru ekki undir öllum kringum-
stæðum hin sömu:
>,En eklti geta allir unnið. Jafnan eru í mannfjelaginu
börn, sem enn hafa eigi fengið krafta til að vinna,
Qdmalmenni, sem eru þrotin að kröftum, og sjúklingar,
sem eigi þola að vinna. Og auk þessara eru ávallt til
nokkrir aðrir menn, þeir er sökum skorts á hæfileikum,
eða sökum einhverra annara óhagkvæmra atvika fá
eigi aflað sjer þess, er eigi má án vera.
Þannig eru jafnan til ómagar og þurfamenn."34)
Þó að verulegum hluta þeirra, sem þannig var ástatt fyrir,
vsai’i borgið af skyldmennum, ítrekar nefndarálitið, að
PJoðfélaginu beri skylda til að annast framfæri hinna, sem
34> Nefndarálit, bls. 14.