Saga - 1978, Page 102
96
GI'SLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
ekki hafa í önnur hús að venda. Gildi þetta jafnt um þá,
sem sakir barnæsku, elli eða sjúkdóma fá eigi séð sér far-
borða og hina, er leita verða á náðir sveitarfélagsins sakir
óreglu, eyðslusemi eða annarra lasta:
„Sje það viðurkennt, eins og vjer byggjum á, að þjóð-
fjelagið í heild sinni eigi yfirleitt að sjá um framfæri
þeirra, sem á annan hátt geta eigi fengið framfæri, og
hafi ekki rjett til að vísa þurfamönnum til sjálfráðrar
líknarstarfsemi einstakra manna, þá er ekki rjett að
gera neina undantekning frá þeirri reglu að því er
snertir þá menn, sem sjálfum er um að lcenna örbirgð
þeirra.“35)
Þó að þjóðfélaginu beri þannig skylda til að ala önn fyrii'
þeim, er á einhvern hátt má sjálfum kenna um bjargleysi
sitt, ber með lögum að tryggja, að aðgangur að almannafé
sé ekki svo greiður, að „slæpingjum" sé gefinn kostur á
að heimta af sveitarstjórnum framfæri, er þeir „nenna“
ekki að vinna fyrir sjálfir.36)
Þannig ber afstaða nefndarinnar vitni um mannúðlegt
viðhorf til þurfamanna, þótt nefndin vilji koma í veg fyr-
ir, að menn sinni ekki þeirri „siðferðislegu“ skyldu sinni
að leitast við að ala önn fyrir sér og sínum með því að
gera ekki lagalegan aðgang manna að sveitarsjóðum of
greiðan. Þetta sjónarmið verður að teljast eðlilegt, þar eð
það miðar að því, að þeir, sem nauðsynlega þurfa, skuli
eiga sem auðveldastan aðgang að sveitarsjóðum, af hvaða
orsökum sem styrkþörf þeirra kann að vera sprottin, en
þeir, sem geti, bjargi sér að svo miklu leyti sem þeim er
unnt. Þetta viðhorf er mun frjálslegra en almennt gerðist
á síðari hluta 19. aldar, en allt fram yfir aldamót, var
gjarnan litið svo á, að óreglu- og óhappamenn hefðu fyrir-
gert rétti sínum til aðgangs að almannafé.
35) Sama heimild, bls. 22.
ae) Sama heimild, bls. 21—22.