Saga - 1978, Page 103
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM
97
VI. Gagnasöfnun
Við endurskoðun fátækralaganna virðist nefndin eink-
um hafa lagt eftirtalin atriði til grundvallar:
1. Skýrslur sveitarstjórna um þurfamenn, aldur þeirra
og ástand fardagaárið 1901—1902.
2. Skýrslur sveitarstjóma um flækinga og vinnufæra
þurfamenn, er vegna „leti, þrjósku, siðleysis, o.s.frv.
þurfa meðgjafar eða sveitarstyrks."
3. Tillögur og ábendingar, sem nefndinni bárust frá
einstaklingum, félagssamtökum og sveitarfélögum.
4. Fátækralög Dana, Norðmanna og Svía.
5. Frumvörp þau um fátækramálefni, sem komið höfðu
fram á alþingi undangengna áratugi, og þær um-
ræður er sprottið höfðu um þennan málaflokk á
þingi og í blöðum.
6. Þingmálafundargerðir þær, sem alþingi höfðu borist
á undanförnum þingum og fólu í sér ályktanir um
fátækramálefni.
athugaði nefndin einnig reikninga sveitarsjóða fyrir
bímabilið 1895—1899, en þar eð mikil brögð voru að því,
að fylgiskjöl vantaði með þeim, veittu reikningamir ekki
eins haldgóðar upplýsingar, t.d. um kostnað af hreppa-
flutningum, og þeir annars hefðu gert. Hér skal nokkuð
Vlkið að upplýsingagildi og mikilvægi þeirra gagna, er
Uefndin aflaði sér.
a) Skýrslur sveitarstjórna- um þurfamenn, aldur þeirra
°9 ástand fardagaáriö 1901—1902.
Skýrslur þessar 37) voru einkar mikilvæg gögn, þar eð
kær hafa að geyma skrá yfir alla þurfamenn á landinu
ardagaárið 1901—1902, aldur þeirra, orsakir styrkþarfar
) skjalakassa nr. 20, 21 og 22, Bóka- og skjalasafni Alþingis,
ennfremur skýrslu Guðjóns Guðlaugssonar.
7