Saga - 1978, Page 104
98
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
og upphæð meðgjafar með hverjum og einum. Samkvæmt
skýrslum þessum voru þurfamenn á landinu (ásamt
skylduliði þeirra) alls 6098, eða 7,8% landsmanna. Sam-
tals nam fátækrabyrðin á landinu fardagaárið 1901—1902,
167.131 kr. 39 aur. Þessar tölur gefa góða hugmynd um
hversu umfangsmikil fátækraframfærslan var um alda-
mótin, en nánari grein verður gerð fyrir þeim upplýs-
ingum, sem skýrslurnar hafa að geyma síðar í ritgerð-
inni, þegar fjallað verður sérstaklega um fjölda þurfa-
manna og félagslega stöðu þeirra.
b) Skýrslur sveitarstjóma um flækinga og vinnufæra
þurfamenn, er vegna „leti, þrjósku, siðleysis, o.s.frv. þurfa
meógjafar eða sveitarstyrks.“
Skýrslur þessar eru fáar, en nokkur bréf frá sýslumönn-
um eru meðal skjala nefndarinnar,38) þar sem upplýst er,
að ekki finnist í umdæmum þeirra fólk af þessu tagi (t.d.
Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu). Úr Rangár-
vallasýslu kemur þó skrá um tvo slíka menn, úr Ása-
hreppi og Rangárvallahreppi, og úr Reykjavík barst nefnd-
inni skrá um sjö slíka þurfamenn(6 karla og 1 konu).
Megintilgangurinn með öflun þessara gagna var að kanna,
hvort heppilegt væri að koma á laggirnar vinnu- eða fram-
færslustofnun fyrir þurfamenn. Ekki lagði nefndin til að
slíkri stofnun yrði komið á fót, enda benda svör sýslu-
manna ekki til þess, að þörf hafi verið á henni. Þannig
telur Halldór Daníelsson bæjarfógeti í Reykjavík einungis
heppilegt að setja einn þurfamann á vinnuhús af þeim
sjö, er hann nefnir í skýrslu sinni.
c) Tillögur og ábendingar, sem nefndinni bárust frá ein-
staklingum, f élagssamtökum og sveitarstjórnum.
Nefndinni bárust allmikil tilskrif víða að með tillögum
um breytingar á fátækralöggj öfinni. Erfitt er að leggja
38) Skjalakassi nr. 20, Bóka- og skjalasafni Alþingis.