Saga - 1978, Page 105
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM
99
Wat á það, hve mikil áhrif tillögur þessar höfðu á frum-
varpssamningu nefndarinnar, þar eð þær snertu flestar
þá þætti fátækralaganna, er hvað mest hafði verið rætt
um á alþingi og í blöðunum, svo sem sveitfestiákvæðið og
hreppaflutninga. Þó örlar á nýjum og frjálslyndum hug-
Diyndum í nokkrum þessara tillagna. Þannig leggur Guð-
Mundur Magnússon í Elliðakoti það til, að hver maður
eigi framfærslurétt, þar sem hann á lögheimili það ár, er
hann verður styrkþurfi. Kjartan Þorkelsson skrifar
nefndinni frá Búðum á Snæfellsnesi og leggur til, að „fá-
tækrafjelögin“ verði stækkuð, „svo að fátækraþörfin verði
borin meir sameiginlega af landsmönnum, en nú er gjört.“
Þá segir Kjartan í bréfi sínu:
»1 sambandi við stækkun fátækrafjelaganna, að draga
úr hinum tíðu þurfamannaflutningum sem nú eru og
virðast þeir ómannúðlegir, auk þess hafa þeir oft skað-
í’æðis áhrif á þá er fyrir slíkum hrakningum verða, auk
þess spöruðust að mestu þeir peningar sem til þeirra
flutninga fara, og síðast en ekki sízt mætti telja það, að
breyting á fátækralöggjöfinni í þá átt sem hjer verður
síðar getið, ætti að draga úr, eða jafnvel burt nema,
arg það og illindi er oft og tíðum verður á milli hrepp-
anna út af sveitfestu þurfamanna í þeim tilfellum vinn-
ar oft hver sveitin annari mikið tjón, stundum með
^iiður sæmilegu móti.“39)
Fleiri umbótahugmyndir af þessu tagi bárust nefndinni
bréflega. Halldór Daníelsson skrifaði nefndinni frá Wild
^ak í Kanada og taldi mikilvægt að sveitfestitíminn yrði
sfyttur í 4—6 ár með tilliti til aukinna vistferlaflutninga
miHi sýslna og landshluta. Jafnframt bendir Halldór á,
ab ákvæði, um hvað þurfi til að vinna sér hreppshelgi,
) Sama heimild, þau bréf önnur, sem vitnað er til í þessum kafla,
eru varðveitt á sama stað.