Saga - 1978, Blaðsíða 108
102
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
ir fátt til þess, að fátækralög Svía hafi haft merkjanleg
áhrif á frumvarp nefndarinnar.
Þótt fátækralög nágrannaþjóða okkar hafi haft nokk-
ur áhrif á þær hugmyndir er lagðar voru til grundvallar
frumvarpi nefndarinnar, var það að miklu leyti byggt á
grunni gildandi laga um þetta efni með þeim breytingum,
sem nefndin taldi nauðsynlegar, eins og fram kemur í áliti
hennar. Frumvarpið varð að miða við íslenskar þjóðfé-
lagsaðstæður, sem voru á margan hátt mjög ólíkar þjóð-
félagsaðstæðum á hinum Norðurlöndunum, þar sem þjóð-
félagsþróun hafði verið mun örari í átt til borgaralegra
atvinnu- og samfélagshátta. Af þessum sökum ber að var-
ast að ofmeta þau áhrif, sem lagasetningar á þessu sviði
í nágrannalöndunum höfðu á starf nefndarinnar, þó að
skylt sé að hafa þau í huga, þegar fjallað er um þetta efni.
e) Frumvörp um fátækramálefni, er fram höföu komiö
á alþingi undangengna áratugi, og þær umræöur, er oröiö
höföu um þennan málaflokk á þingi og í blööurn.
Fyrr í þessari ritgerð er þess getið, að frumvörp um
breytingar á ýmsum þáttum fátækralaganna eða löggjöf-
inni í heild hafi verið tíðir gestir á þingi síðari hluta 19.
aldar, þó að eigi sé kostur að gera þeim nein skil hér
umfram það, sem gert var í III. kafla þessarar ritgerðar.
Eins og fram hefur komið, höfðu þessi frumvörp mikil-
væg áhrif á starf nefndarinnar, þar sem þau ásamt gild-
andi lögum um fátækramálefni og réttarvenjum þeim, er
út af þeim höfðu sprottið, mynduðu að verulegu leyti þann
grunn, sem nefndin byggði frumvarp sitt á.
Á árunum kringum aldamótin var allmikið ritað um
fátækramálefni í blöðin.42) Snerust þessi skrif bæði um
einstaka þætti fátækralaganna og löggjöfina í heild. Þessi
42) Sjá t.d. Fjallkonan 46. tbl. 1895, 24. tbl. 1896. Isafold, 27. tbl.
1903 og Þjóðólfur 11. tbl. 1896, 10. tbl. 1897, 45.-47. tbl. 1898,
19. og 21. tbl. 1899 og 10., 25. og 27. tbl. 1900.