Saga - 1978, Síða 111
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM 105
þessum 2186 voru 1091 fjölskylduþurfamenn, 977 ein-
hleypir þurfamenn og 118 munaðarlaus börn. 666 fjöl-
skylduþurfamanna voru kvæntir, 50 voru ekkjumenn, 176
ekkjur og 199 ógiftar konur með óskilgetin börn.
Þessar tölur ber þó að sundurliða nánar, þar sem talan
2186 er langt frá því að vera heildartala þurfamanna á
landinu. Samkvæmt venju var maður með konu og einu eða
fleiri bömum talinn einn þurfamaður og halda skýrslurn-
ar sig við þá viðmiðun. Talan 2186 er því í rauninni ein-
ungis heildartala úthlutaðra styrkja. Fjöldi þeirra, sem
styrkjanna nutu, finnst hins vegar með því að leggja við
tölu fjölskylduþurfamanna, tölu eiginkvenna hinna
kvæntu, sem var fardagaárið 1901—1902 666 og tölu
barna þeirra á ómagaaldri, sem var 3246 og verður þá
heildartala fjölskylduþurfamanna á landinu ásamt skyldu-
liði þeirra 5003, en „þurfalingar“ alls 6098, eða um 7,8%
landsmanna.45)
Talan 7,8% hlýtur að teljast mjög hátt hlutfall þurfa-
uianna af landsmönnum í heild, einkum ef þess er gætt,
að hér eru einungis taldir þeir, sem voru á opinberu fram-
færi sveitarsjóða, en ekki þeir, er voru á framfæri „einka-
að'ila". Með „framfæri einkaaðila", er hér átt við tvenns
konar framfærslu: a) lögboðna frændaframfærslu og b)
ólögbundna framfærslu skyldmenna eða óskyldra einstakl-
inga.
Erfitt er að meta hversu umfangsmikil „einkafram-
fsersla“ af þessu tagi var, enda hefur ekki verið gerð nein
könnun þar að lútandi. Einkum er það ólögbundin fram-
færsla skyldmenna eða óskyldra einstaklinga, sem erfitt
er að henda reiður á. Þó virðist „einkaframfærsla“ af
þessu tagi hafa verið nokkuð algeng, ef marka má þann
vík, sem varðveitt eru í Bóka- og skjalasafni Alþingis, saman
við prentaða skýrslu Guðjóns, og bar þeim fullkomlega saman,
þannig að tölur þær, sem hér verður stuðst við, verða að teljast
fullkomlega áreiðanlegar heimildir.
15) Skýrsla Guðjóns Guðlaugssonar, bls. 23.