Saga - 1978, Síða 112
106
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
fjölda barna, sem ólst upp fjarri heimilum sínum, án þess
að séð verði, að um meðlög eða aðrar greiðslur með þeim
hafi verið að ræða. Heimildir um þetta eru t.d. ævisögur
og ættfræðirit. Svo virðist sem barnaómegð og fyrirvinnu-
missir hafi oft orðið til þess, að börnum var komið fyrir
hjá skyldmennum eða venslafólki, og sama máli gegnir
raunar um óskilgetin börn. Jafnframt þekkir sá, sem þetta
ritar, dæmi þess, að algerlega óskylt fólk hafi tekið til
uppfósturs börn bágstaddra fjölsltyldna, án þess að þiggja
nokkra umbun fyrir. Ekki verður farið nánar út í þetta
mikilvæga atriði hér, þar sem engar rannsóknir liggja fyr-
ir um umfang framfærslu af þessu tagi, en ljóst er, að
tölfræðilegar upplýsingar um þennan þátt framfærslunn-
ar mundu hækka til muna fjölda þessa fólks, sem sakir
fátæktar var styrks þurfandi á þessum tíma.
Þótt þurfamenn hafi verið svo hátt hundraðshlutfall
landsmanna allra fardagaárið 1901—1902, hafði þeim
fækkað mjög frá 1870, jafnframt því sem kostnaðufinn
við framfærsluna hafði dregist verulega saman. Heimild-
ir um fjölda þurfamanna á tímabilinu 1870—1901 er
einkum að finna í C deild Stjórnartíðinda á þessum tíma.
Óhægt er þó um vik að bera tölur Stjórnartíðinda saman
við tölur nefndarinnar um fjölda þurfamanna. Kemur
þetta til af því, að nefndin beitti annarri og nákvæmari
aðferð við talningu þurfamanna en þeirri, sem beitt var
við samningu landhagsskýrslna Stjórnartíðinda. Nefndin
sendi öllum sveitarstjómum landsins eyðublöð, þar sem
óskað var eftir upplýsingum um alla þurfamenn kvænta
og einhleypa, ásamt skylduómögum. Af þessum sökum var
talning nefndarinnar mjög nákvæm. Samkvæmt henni
voru þeir, er sveitarstyrk þáðu (hér eftir nefndir viðtak-
endur sveitarstyrks) alls 3% landsmanna fardagaárið
1901—1902, en þeir sem styrkjanna nutu (hér eftir nefnd-
ir njótendur sveitarstyrks) 7,8% landsmanna.
C deild Stjómartíðinda skiptir þurfamönnum í tvo
flokka: niöursetninga og þurfabændur, eins og fram kemur