Saga - 1978, Page 113
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM 107
í töflu I. Tala niðursetninga ætti að vera allnákvæm, svo
fremi sem sveitarstjómir hafi gætt þess að gera náinn
greinarmun á þeim og þurfabændum. Þurfabændur voru
á hinn bóginn þeir þurfamenn, sem stóðu fyrir búi. Tala
þurfabænda felur því einungis í sér fjölda forstöðumanna
búa, sem sveitarstyrk þáðu, en ekki fjölda eiginkvenna
þeirra og barna, sem óneitanlega hljóta að teljast til njót-
enda styrkjanna.
Nú mætti ætla, að unnt væri að reikna út fjölda njót-
enda sveitarstyrks á tímabilinu 1870—1901 með því að
finna út meðalfjöldskyldustærð þurfabænda eftir mann-
tölum og margfalda hana með fjölda þurfabænda á ein-
stökum árum tímabilsins. Fjöldi þurfabænda ásamt
skylduliði að viðbættri tölu niðursetninga ætti þá að sam-
svara heildartölu styrknjótenda. Því miður er ekki unnt
að beita þessari aðferð. Ef gaumgæfðar eru tölur yfir
fjölda þurfabænda í töflu I, kemur 1 ljós, að þær eru of
ttúklum sveiflum bundnar til að geta verið fullkomlega
trúverðugar. Það, sem einkum vekur athygli í þessu sam-
bandi, er hin mikla fjölgun þurfabænda frá 1882 fram
til ársins 1887 og hin mikla fækkun þeirra eftir 1892. Svo
veigamiklar sveiflur fá tæpast staðist. 1 C deild Stjórnar-
tíðinda fyrir árið 1900 segir um þetta atriði:
„Sjerstaklega einkennilegt er með þurfaheimilin,
hvernig tala þeirra gengur upp og niður. 1881—85 eru
þau að meðaltali 182, sem kemur af því, að það eru
ekki nema sumar sveitirnar, sem telja þau sjerstak-
lega. Þetta er orðið leiðrjett 1886—90, og þá eru þau
næstum 1000, líklega hefir hallærið sorfið mest að bú-
andi fólki. Frá 1891—95 fækkar þurfaheimilum úr 900
og niður í 400, og eptir það komast þau næstum því
niður að 200. Það sýnir líklega bæði, að heimilum er
sundrað undir eins og þau þurfa sveitarstyrk, og að
það hefir verið auðveldara fyrir heimilisfeður að fá at-
vinnu síðari árin en hin fyrri. Þetta síðasta bendir á