Saga - 1978, Page 116
110
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
Samkvæmt tölum nefndarinnar voru sveitarstyrkþeg-ar
alls 2186 fardagaárið 1901—1902, en það ár eru sveitar-
styrkþegar taldir 2U3U í Stjórnartíðindum. Hér kemur í
ljós verulegur mismunur á tölum, sem eiga að vera sam-
bærilegar. Guðjón Guðlaugsson skýrir þennan mun á þann
hátt, að ósamræmis hafi gætt í talningaraðferðum sveitar-
stjóma,48) og bendir ýmislegt til þess, að sameiginlegir ó-
magar tveggja lireppa væru stundum tvítaldir og menn,
sem endurgreitt höfðu þeginn sveitarstyrk, væru taldir
þurfamenn. Sé þetta rétt, hefur það orðið til að hækka
heildartölu þurfamanna til muna.
Gera má ráð fyrir, að munur af þessu tagi á milli raun-
tölu þurfamanna og fjölda þeirra samkvæmt opinberum
skýrslum hafi haldist nokkuð stöðugur allt tímabilið. Eru
lesendur beðnir um að hafa þetta frávik í huga í sam-
bandi við þann samanburð, sem nú verður gerður á fjölda
sveitarstyrksþega árið 1871 og fardagaárið 1901—1902.
Viðtakendur sveitarstyrks árið 1871 voru alls 5126 eða
7,3% landsmanna, en 2186 fardagaárið 1901-1902 eða 3°/o
landsmanna. Hafði viðtakendum sveitarstyrks því fækkað
um meira en helming á tímabilinu 1871—1901. Eins og að
framan greinir, er ekki unnt að bera saman fjölda styrk-
njótenda á þessu tímabili, en hann var fardagaárið 1901—-
1902 6098 eða um 7,8% landsmanna. Gefur auga leið, að
þar sem njótendur sveitarstyrks voru þetta miklu fleiri
en viðtakendur hans fardagaárið 1901—1902 (7,8% í
stað 3%) hefur tala sveitarstyrksnjótenda árið 1871 lotið
svipuðu lögmáli. Eigi verður þess þó freistað hér að nefna
ákveðið hundraðshlutfall þurfamanna af landsmönnum
öllum í þessu sambandi. Til þess eru staðtölulegar heim-
ildir of ónákvæmar. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að gera
sér grein fyrir hinum mikla mun á tölu njótenda sveitar-
styrks annars vegar og viðtakenda sveitarstyrks hins vegai’
48) Skýrsla Guðjóns Guðlaugssonar, bls. 23 og 25.