Saga - 1978, Page 117
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM
111
á þessu tímabili, ef hið mikla umfang fátækraframfærsl-
unnar á að skiljast til fulls.
Hin mikla fækkun þurfamanna á tímabilinu 1870—1901
þarfnast nánari athugunar og skýringar.
Fjöldi þurfamanna var tiltölulega stöðugur fyrr á öld-
mni. Viðtakendur sveitarstyrks voru um 3% landsmanna
á tímabilinu 1840—45, og lægst komst fjöldi þeirra niður
í 2,1% árið 1850.4°) Eftir 1855 tekur fjöldi þurfamanna
Wns vegar að vaxa, og fjölgaði viðtakendum sveitarstyrks
t-a.m. úr 19U5 árið 1858 í 5126 árið 1871,50) eða um 26U%.
Tvær orsakir virðast helstar fyrir þessari geysilegu fjölg-
un þurfamanna. 1 fyrsta lagi versnaði mjög í ári eftir
1858, og var árferði mjög hart fram yfir 1870. Einkum
var tíðarfar illt eftir 1865. Þess hefur áður verið getið,
að um 1870 var landið ekki talið bera meiri fólksfjölda, en
þá var í sveitum þess að óbreyttum búskaparháttum.51)
í*ar sem fólksfjölgun var ekki ýkja mikil frá 1860 til 1870,
má gera ráð fyrir, að þá hafi útþensla byggðar verið í
hámarki og ýmis harðbýlis- og heiðakot verið í byggð, sem
ekki voru setin fyrr á öldinni. Við versnandi árferði var
eðlilegt, að þeir yrðu fyrstir til að leita á náðir sveitarinnar,
Sem slík býli sátu. Þá var búskapur alls þorra efnaminni
hænda með þeim hætti að lítið mátti út af bera, til þess að
skortur syrfi að. Ennfremur hafa hinir tíðu aflabrestir
bessara ára ugglaust kippt fótunum undan búhokri margs
þurrabúðarmannsins.
Annað atriði, sem vafalaust hefur orðið til að fjölga
þurfamönnum á þessum tíma, var fjárkláðinn, sem geis-
a*-á um landið frá árinu 1855 og fram á sjöunda áratug-
inn og hafði geigvænleg áhrif á afkomu bænda og búaliðs
1 þeim héruðum, sem verst urðu úti.
2 fjt ]f5> C, 48.
öama heimild.
) Magnús Jónsson: Aðurnefnt rit, IX, 2, bls. 347.